Frá Hrossaræktar- ráðunauti BÍ.

16.02.2009
Af gefnu tilefni vil ég koma á framfæri að kynbótahross sem aðgengi hafa að væntanlegu Fjórðungsmóti á Vesturlandi næsta sumar, verða að vera skráð í eigu einstaklinga eða félaga með lögheimili á svæðinu frá Tröllaskaga að Hvalfirði við forskoðun í vor, þ.e. á hrossaræktarsambandssvæðum frá Hrossaræktarsambandi Skagfirðinga að Hrossaræktarsambandi Vesturlands. Af gefnu tilefni vil ég koma á framfæri að kynbótahross sem aðgengi hafa að væntanlegu Fjórðungsmóti á Vesturlandi næsta sumar, verða að vera skráð í eigu einstaklinga eða félaga með lögheimili á svæðinu frá Tröllaskaga að Hvalfirði við forskoðun í vor, þ.e. á hrossaræktarsambandssvæðum frá Hrossaræktarsambandi Skagfirðinga að Hrossaræktarsambandi Vesturlands. Hrossaræktarsamband Suðurlands og Búnaðarsamband Suðurlands hafa með svæðið sunnan Hvalfjarðar að gera, hafa m.a. haft með höndum kynbótasýningar og skýrsluhald á svæðinu, auk þess sem svæðið hafði ætíð aðgang með kynbótahross að Fjórðungsmótum á Suðurlandi síðast á Hellu 1991. Kynbótahross sunnan Hvalfjarðar munu því ekki hafa aðgang að Fjórðungsmóti á Vesturlandi.

Guðlaugur V. Antonsson