Fræðsla um íþróttadóma

11.03.2013
Eyjólfur og Hlekkur. Mynd: GHP
Þriðjudaginn 12. mars munu alþjóðadómararnir Hulda G. Geirsdóttir og Hörður Hákonarson fræða hestamenn um íþróttadóma, áherslur í dómum og dómstigann sem íþróttadómarar vinna eftir.

Þriðjudaginn 12. mars munu alþjóðadómararnir Hulda G. Geirsdóttir og Hörður Hákonarson fræða hestamenn um íþróttadóma, áherslur í dómum og dómstigann sem íþróttadómarar vinna eftir. 

Einnig mun Hafliði Halldórsson liðsstjóri íslenska landsliðsins í hestaíþróttum fara yfir verkefnin og stöðu mála varðandi undirbúning LH fyrir HM 2013 í Berlín. 

Leiðara fyrir íþróttadómara má nálgast hér. 

Allir hestamenn velkomnir og hefst fundurinn stundvíslega kl. 19:00 í húsakynnum ÍSÍ, E-sal 2. hæð.

Landsliðsnefnd LH & Hafliði Halldórsson liðsstjóri