Menntaráðstefna fyrir dómara og þjálfara

10.02.2025

Dagana 7.-9. mars mun fara fram áhugaverð ráðstefna í Danmörku þar sem fjallað verður um hvernig megi efla hestaíþróttir með rannsóknum og fræðslu.

Aðalfyrirlesarar eru: 

Russell MacKechnie-Guire, PhD, BSc (Hons), BHSI, FHEA, dósent í lífeðlisfræði, HE Equine, Hartpury háskóla.
Russell leiðir okkur með fyrirlestrum og hagnýtum greiningum í gegnum mikilvægi réttrar staðsetningar á hnakk, beisli og sæti knapans, fyrir hreyfingu hestsins og velferð hans. 

Mette Uldahl, dýralæknir með sérfræðingur í hestasjúkdómum.
Metta mun fjalla um siðferði í tengslum við velferð hesta og hestaíþróttir. Hún er ráðgjafi um velferð hesta og dýra hjá dýravelferðarambandi Danmerkur og fyrrverandi dýralæknir FEI fyrir Danmörku. Mette mun, í framhaldi af umræðunni um félagslegt leyfi til ástundunar (social license to operate), miðla innsýn sinni um velferð hesta í íþróttum og þjálfun, byggða á hugmyndinni um jákvætt samþykkti til útreiða.

Janne Winther Christensen, dósent við dýra- og dýralæknavísindadeild Aarhus háskóla og varaformaður Alþjóðasamtaka um hestaíþróttavísindi (ISES).
Janne mun fjalla um nýjustu gögn úr rannsókn um tengsl á milli hegðunar hesta, munnsára, beisla- og taumgerða og keppniseinkunna.

Fyrirlesararnir munu kynna nýjustu þekkingu á sviði velferðar hesta, sem verður undirstaða spennandi umræðna. Þátttakendur munu fá innsýn í nýjustu rannsóknir og taka þátt í pallborðsumræðum vísindamanna, íþróttadómara og þjálfara.

Frekari upplýsingar og skráning