Framboð til stjórnar Landssambands hestamannafélaga

08.10.2022

63. landsþing LH verður haldið í Reykjavík 4. til 5. nóvember 2022. Kjörnefnd LH vekur athygli á að þau sem hyggjast gefa kost á sér til stjórnarsetu tilkynni framboð sitt til nefndarinnar eigi síðar en tveimur vikum fyrir landsþing. Framboðsfrestur er til miðnættis 21. október.

Sambandsstjórn skal skipuð sjö mönnum, formanni, varaformanni, ritara, gjaldkera og þremur meðstjórnendum. Varastjórn skal skipuð fimm mönnum. Kjörtímabil er til tveggja ára. Kjörgengir í stjórn eru allir félagar í hestamannafélögum sem eru aðilar að LH. Kjörnefnd hvetur þá sem áhuga hafa á að starfa í stjórn LH (stjórn eða varastjórn) að tilkynna framboð fyrir tilsettan tíma til kjörnefndar.

Kjörnefnd skipa:

Atli Már Ingólfsson (atli@landlogmenn.is)
María Júlía Rúnarsdóttir (maria.runarsdottir@icloud.com)
Þórður Ingólfsson (thoing@centrum.is)

Samkvæmt lögum og reglum LH, (grein 1.4.1 Kosning stjórnar), birtir kjörnefnd hér lista yfir þá einstaklinga sem sitja í stjórn og gefa kost á sér áfram. 

Framboð til stjórnar LH 2022-2024:

Til formanns

Guðni Halldórsson, formaður

Til aðalstjórnar:

Gréta V. Guðmundsdóttir, ritari
Hákon Hákonarson, gjaldkeri
Siguroddur Pétursson, meðstjórnandi - býður sig fram til vara í varastjórn.
Sóley Margeirsdóttir, meðstjórnandi

Eftirtaldir gefa EKKI kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu:

Aníta Aradóttir, varamaður
Einar Gíslason, meðstjórnandi
Ingimar Baldvinsson, varamaður
Lilja Björk Reynisdóttir, varamaður
Ómar Ingi Ómarsson, varamaður
Stefán Logi Haraldsson, varaformaður

Með kveðju,
kjörnefnd LH.