Framkvæmd skeiðgreina

19.02.2024

Á knapafundi sem haldin var í húsakynnum LH á dögunum fór Halldór Victorsson formaður HÍDÍ ítarlega yfir framkvæmd kappreiða og í kjölfarið vilja stjórn HÍDÍ ásamt keppnisnefnd LH koma eftirfarndi ítarefni á framfæri:

Reglur um framkvæmd keppnisgreina á skeiðbraut má finna í Reglum um íþróttakeppni á heimasíðu LH og Rules and regulations á heimasíðu FEIF.

Mótshöldurum ber að tryggja að aðstæður á svæði kappreiða séu öruggar, tímatökubúnaður í lagi og uppfylli kröfur, vindmælir sé á staðnum ásamt því að viðeigandi fjöldi starfsmanna sé við keppnina.

Yfirdómarar hvers móts sjá til þess að mót fari fram reglum samkvæmt, að allar dómsstöður séu mannaðar og framvinda mótsins sé rétt.

Staðsetningum dómara og hlaupagæslumanna er lýst í yfirlitsmyndunum sem vísað er í hér að neðan.

Hlaupagæslumenn (pace assistants) skulu hljóta nauðsynlega þjálfun sem samþykkt er af LH og þurfa ekki að hafa dómararéttindi.

Yfirdómarar hafa umboð sambandsins til þess að velja hlaupagæslumenn til starfa á skeiðkappreiðum sem þeir treysta til verksins og telja hafa næga þekkingu og reynslu og valdi verkinu.

  • Gæðingaskeið: 6 dómarar (sjá grein Í3.6.4.5 bls. 36 og skýringarmynd af keppnisvelli Í17.8 bls. 75 í reglum um íþróttakeppni, sbr. S17.8 í Sportreglum FEIF.
  • P1 250m skeið: Alls 9 dómarar/hlaupagæslumenn. Gerð er krafa um að 5 séu með dómararéttindi og fylla má upp í aðrar stöður með hlaupagæslumönnum (Pace assistants) – sjá grein Í3.6.1 bls. 31 og skýringarmynd af keppnisvelli Í17.9 bls. 76 í reglum um íþróttkeppni, sbr. S17.9 í Sportreglum FEIF.
  • P3 150m skeið: Alls 7 dómarar/hlaupagæslumenn. Gerð er krafa um að 5 séu með dómararéttindi og fylla má upp í aðrar stöður með hlaupagæslumönnum (Pace assistants)- sjá grein 3.6.3.2 bls. 35 og skýringarmynd af keppnisvelli Í17.9 bls. 76 í reglum um íþróttkeppni, sbr. S17.9 í Sportreglum FEIF.
  • P2 100m skeið: Alls 4 dómarar – sjá grein Í3.6.2.3 bls. 34 og skýringarmynd af keppnisvelli Í17.10 á bls. 77 í reglum um íþróttakeppni, sbr. S17.10 í Sportreglum FEIF.

Skeiðgreinarnar eru undir reglugerð um íþróttakeppni  og teljast til greina hennar innan regluverks sambandsins.

Yfirdómnefnd þarf að skipa á öllum mótum skv reglum og nær yfir allar greinar sem fram fara.

Í reglu Í3.2 á bls. 30 í reglum um íþróttakeppni, um dómara í skeiðgreinum segir þó að kynbótadómarar með FEIF réttindi eða gæðingadómarar mega starfa í hvaða stöðu sem krafist er dómara í skeiðgreinum þar sem starfsskyldurnar eru takmarkaðar við að lyfta flöggum til þess að dæma um hvort hestur skeiði eður ei.

Það þýðir í stuttu máli að gæðinga- og og kynbótadómarar mega sinna hluta af þeim dómsstörfum sem krafist er í skeiðkappreiðum í stað íþróttadómara.

 

Gleðilegt keppnisár

Keppnisnefnd LH og stjórn HÍDÍ

 

Hér má sjá upptöku af fundinum: