Framlengdur skráningarfrestur á Íslandsmót í Gæðingalist

23.04.2025

Ákveðið hefur verið að framlengja skráningafresti fyrir fyrsta Íslandsmótið í gæðingalist sem verður haldið í Samskipahöllinni í Spretti dagana 29.apríl – 1.maí 2025. Skráningafrestur er til miðnættis miðvikudaginn 23.apríl.

Keppt verður í einum styrkleikaflokki í yngri flokkum en tveimur styrkleikaflokkum í fullorðinsflokki. Keppt verður í eftirfarandi flokkum:

Barnaflokkur – stig 2

Unglingaflokkur – stig 2

Ungmennaflokkur – stig 2

Fullorðinsflokkur (1.flokkur) – stig 2 (sýningargrein)

Fullorðinsflokkur (meistaraflokkur) – stig 3

Íslandsmeistari verður krýndur í öllum flokkum, nema 1.flokk fullorðinna sem telst sem sýningargrein.

Keppni fer fram eftir reglugerð LH um Gæðingalist:

https://www.lhhestar.is/…/-gl-reglur-um-gaedingalist…

Knapar eru hvattir til að taka dagana frá og ljúka innanhúss keppnistímabilinu á Íslandsmóti í gæðingalist. Fyrirspurnir má senda á sprettur@sprettur.is

Skráning fer fram á sportfengur.com, skráning stendur yfir 14.apríl til og með 23.apríl nk.

Skráningagjöld eru 13.000kr fyrir yngri flokka og 15.000kr fyrir fullorðinsflokka.