Fréttatilkynning frá Tölvunefnd LH

11.03.2013
Mótahugbúnaður hestamanna hefur verið uppfærður í nýja útgáfu. SportFengur verður uppfærður í dag og Kappi er kominn út í útgáfu 1.9 ásamt GagnaKappa. Nauðsynlegt er að allir notendur hugbúnaðarins uppfæri Kappa og GagnaKappa á sínum tölvum enda eru eldri útgáfur ónothæfar frá og með deginum í dag.

Mótahugbúnaður hestamanna hefur verið uppfærður í nýja útgáfu. SportFengur verður uppfærður í dag og Kappi er kominn út í útgáfu 1.9 ásamt GagnaKappa. Nauðsynlegt er að allir notendur hugbúnaðarins uppfæri Kappa og GagnaKappa á sínum tölvum enda eru eldri útgáfur ónothæfar frá og með deginum í dag. Útbúnar hafa verið nýjar uppsetningar- og uppfærsluleiðbeiningar og er mikilvægt að þeim sé fylgt í smáatriðum. Leiðbeiningarnar eru aðgengilegar á Kappa og SportFengssíðu LH vefsins og þar er hægt að sækja nýju Kappa og GagnaKappa útgáfuna.

 

Í nýju útgáfunni hefur verið bætt við þeim keppnisgreinum sem aukin áhersla er nú lögð á að hestamannafélögin bjóði upp á, þ.e. Tölt T3, Tölt T7, Fjórgangur V2 og Fimmgangur F2. Villa sem stundum kom upp þegar reiknaðir voru samanlagðir stigameistarar á íþróttamótum hefur verið lagfærð. Örmerkisnúmer prentast nú á fótaskoðunarblað. Loks er nú hægt að sérmerkja innanhúsmót þannig að þau geti verið lögleg til samræmis við reglugerðarbreytingu á síðasta LH þingi.

 

Tölvunefnd LH