Fréttir frá Fáki

28.12.2011
Á nýju ári mun lyklakerfi verða tekið í notkun á Reiðhöllinni í Víðidal þannig að þeir sem ætla að nota reiðhöllina í vetur munu þurfa að opna innkomuhurðina með lykli (samskonar "flögu" og hefur hangið við dyrnar). Á nýju ári mun lyklakerfi verða tekið í notkun á Reiðhöllinni í Víðidal þannig að þeir sem ætla að nota reiðhöllina í vetur munu þurfa að opna innkomuhurðina með lykli (samskonar "flögu" og hefur hangið við dyrnar).

Allir skuldlausir félagsmenn eiga rétt á lykli til að komast í reiðhöllina, en skrá verður hvern lykil á viðkomandi félagsmannn, því enginn annar á að geta notað þann lykil. Þeir félagsmenn sem ætla að nota reiðhöllina á næsta ári þurfa því að nálgast lykla hjá okkur á skrifstofu Fáks í Reiðhöllinni. Afhending lyklana fer fram fimmtudaginn 29. desember kl. 18:00 - 20:00 og sama tíma viku seinna (fimmtudaginn 5. jan.)

Fljótlega upp úr áramótum munum við kynna þau reiðnámskeið sem verða á vegum félagsins í vetur en það verða námskeið eins og keppnisnámskeið, námskeið fyrir lítið vana, almenn getuskipt námskeið fyrir alla aldurshópa ofl.

Fákur hvetur alla til að fylgjast með á heimasíðu félagsins, www.fakur.is