Fréttir frá FEIF

16.11.2016

Alþjóðasamband íslenska hestsins, FEIF, heldur uppi öflugu starfi fyrir aðildarlönd sín á öllum sviðum hestamennskunnar og sendir reglulega frá sér fréttabréf.

FEIF tilnefnir þjálfara/kennara ársins á hverju ári og er hverju aðildarlandi heimilt að tilnefna eina manneskju sem uppfyllir eftirfarandi skilyrði: félagi í FEIF gegnum aðildarland sitt, á skrá FEIF matrixunnar, sjá á vefnum www.feif.org, og er starfandi. Opið verður fyrir tilnefningar til 18. desember 2016. Eftir áramót verður svo kosning á vef FEIF, þar sem allir geta kosið þá þjálfara/kennara sem eru tilnefndir. Opið verður fyrir vefkosninguna dagana 4.-15. janúar 2017.

 

FEIF Youth Camp 2017

Megináhersla vikunnar verður stórhestamenning, en Belgía er þekkt fyrir stóru hestana sína og getu þeirra að draga mikla þyngd. Þátttakendur munu fá tækifæri til að eyða degi með þessum hestum og kannski jafnvel stýra hestvagni.

Einnig munu þátttakendur frá fræðslu um reiðmennsku og velferð hestsins frá reiðkennurum.  Farið verður til flæmsku borgarinnar Flanders sem frá miðöldum. Heimsókn í skemmtigarð verður einnig á dagskrá, ásamt fleiru áhugaverðu!

Nánari upplýsingar og umsóknarfrestur verður auglýstur eftir áramótin.

 

Æskulýðsverðlaun FEIF

Á hverju ári heiðrar FEIF æskulýðsstarf í einu landi. Lögð er til grundvallar skýrsla sem æskulýðsnefndir aðildarlandanna skila inn til æskulýðsnefndar FEIF. Það land sem er heiðrað hlýtur svo sérstakan sess á næsta Youth Cup eða Camp. Árið 2015 var Svíþjóð heiðrað fyrir sitt starf. Á vef FEIF er hægt að lesa ársskýrslur æskulýðsnefnda aðildarlandanna, smelltu hér.

 

FEIF námskeiðið „Ungir leiðtogar“

Tuttugu og þrír sóttu leiðtoganámskeiðið í Wenngarn í Svíþjóð fyrir unga leiðtoga framtíðarinnar á vegum FEIF. Farið var í hugtök eins og hvatningu, sjálfsvitund, menningarmunur, að láta drauma sína rætast. Wenngarn er einn af elstu köstölunum í Svíþjóð og svæðið mjög fallegt og sögulegt. Fyrirlesarar voru þau Ulrika Backan og Þorvaldur Árnason frá Svíþjóð  og Karen Woodrow frá Íslandi. Á námskeiðinu var líka verkleg kennsla og var leiðbeinandi hennar sjónvarpskynnirinn Musse Halsval sem m.a. hefur tekið þátt í mongólsku reiðinni (Mongolian Darby). Hann fékk til að mynda alla til að prófa að taka þátt í einu formi bardagalista. Já, góður leiðtogi leiðir mann á áður óþekktar lendur! Námskeiðið fékk gríðarlega góð viðbrögð og skildi eftir sig góðar umræður. Tveir þátttakendur fóru frá Íslandi, þær Hafdís Arna Sigurðardóttir og Ásta Marý Stefánsdóttir.

Nánari upplýsingar um þessa fréttamola má finna á vef FEIF, www.feif.org