Frjóar umræður um gæðingadóma

11.11.2008
„Þetta var mjög góður fundur. Frjóar og málefnalegar umræður,“ segir Ágúst Hafsteinsson, formaður gæðingadómarafélags LH. Haldið var málþing í framhaldi af aðalfundi félagsins í Harðarbóli um síðastliðna helgi.„Þetta var mjög góður fundur. Frjóar og málefnalegar umræður,“ segir Ágúst Hafsteinsson, formaður gæðingadómarafélags LH. Haldið var málþing í framhaldi af aðalfundi félagsins í Harðarbóli um síðastliðna helgi.„Þetta var mjög góður fundur. Frjóar og málefnalegar umræður,“ segir Ágúst Hafsteinsson, formaður gæðingadómarafélags LH. Haldið var málþing í framhaldi af aðalfundi félagsins í Harðarbóli um síðastliðna helgi.

„Lárus Hannesson, eftirlitsdómari á LM2008, flutti skýrslu sína á fundinum, sem var ítarleg og greinargóð. Þar kom fram, eins og reyndar hefur verið greint frá áður, að samræmi gæðingadóma á LM2008 var með besta móti. Gestir fundarins, bæði knapar og aðrir, tóku undir það.

Menn ræddu svo í framhaldi hvort áherslur í dómum hefðu verið eins og menn helst kjósa og hvort ástæða sé til að skoða þær betur. Þær umræður voru málefnalegar en engin ályktun gerð í framhaldi af þeim. Við munum hins vegar nýta okkur öll þau gögn og hugmyndir sem fram komu til að bæta okkur.“

Sigurður Sigurðarson, einn virkasti gæðingaknapi landsins, flutti erindi á fundinum, og studdi það með myndasýningu. Hann varpaði fram ýmsum spurningum og hugmyndum sem eiga fullt erindi í umræðuna.

„Það var gerður góður rómur að erindi Sigurðar og óhætt að segja að það hafi hleypt lífi í umræðurnar,“ segir Ágúst. „Við fengum einnig nokkra brekkudómara inn af götunni og þeirra innlegg var gott eins og ævinlega. Eftir á að hyggja þá tel ég málþing eins og þetta mjög af hinu góða og full ástæða til að halda þau oftar, í það minnsta þau ár sem Landsmót eru haldin,“ segir Ágúst Hafsteinsson.

Á myndinni er Sigurður Sigurðarson á Kjarnorku frá Kálfholti.