FT veitti viðurkenningar á fjórðungsmóti

06.07.2015

 

Fulltrúar á vegum félags tamingamanna voru á fjórðungsmóti að fylgjast með reiðmennsku og veittu tvennar viðurkenningar. Annars vegar fjöður félagsins sem er veitt fyrir einstaka sýningu, og hinsvegar reiðmennskuverðlaun félagsins sem saman standa af mörgum þáttum á stórmóti.
    FT fjöðrin stendur fyrir frábært samspil, mikla jákvæða orku undir stjórn, lipurð og léttleika. Okkur er sönn ánægja að veita Kristjáni Árna Birgirssyni fyrir sýningu sína á Séns frá Bringu 7 vetra sem hann stýrði svo fallega til sigurs í barnaflokki. 
Innilega til hamingju Kristján Árni:)
   Reiðmennskuverðlaun Félags tamningarmanna standa saman af ýmsum þáttum. Framúrskarandi reiðmennsku, áverkalausa hesta og prúða framkomu á mótinu öllu. Fengum við ábendingar frá gæðingadómurum, kynbótadómurum, sýningastjóra og öðru starfsfólki í þessu vali. og beindust ábendingar frá öllum aðilum að sama knapanum.  Er okkur sönn ánægja að veita Bergi Jónssyni þessa viðurkenningu fyrir frábæra reiðmennsku.
 Einbeiting, yfirvegun og sanngirni í reiðmennsku hans skein í gegn. Einnig töluðu dómarar og starfsmenn mótsins um að reiðmennska Bergs hefði aldrei verið betri. Prúður,kurteis og jákvæður í framkomu í þeirra garð. 
Innilega til hamingju Bergur:)
Kær kveðja
 Súsanna Sand Ólafsdóttir formaður og
Siguroddur Pétursson varaformaður