Fundaherferð lokið

20.09.2011
Ingunn Ingólfsdóttir á Hágangi frá Narfastöðum á LM 2011. Mynd: Katrín Sigurðardóttir.
Landsmótsnefnd lauk fundarherferð sinni kringum landið með fjölsóttum fundi á Blönduósi þriðjudagskvöldið 13. september. Landsmótsnefnd lauk fundarherferð sinni kringum landið með fjölsóttum fundi á Blönduósi þriðjudagskvöldið 13. september.
Á fundinn voru boðaðir Skagfirðingar og Húnvetningar og þeim gefinn kostur á að tjá skoðanir sínar á málefnum landsmótanna.

Eiðfaxi tók viðtal við Stefán Haraldsson í landsmótsnefndinni eftir fundinn og hafði hann þetta um málið að segja:

„Það fór ekki framhjá okkur að þar höfðu menn eindregnustu skoðanirnar á þeirri tillögu að halda Landsmót tvisvar sinnum á Suðurlandi á móti hverju einu skipti á Norðurlandi. Tillagan var mikið gagnrýnd enda hafa menn áhyggjur og horfa í þá hagsmuni sem liggja að baki því að halda Landmót á tilteknum stað.“

Hann segir að almennt séð hafi skýrslunni verið vel tekið í fundarherferðinni og margir áhugaverðir vinklar hafi komið fram hjá fundarmönnum.

„Það var fróðlegt fyrir nefndina að upplifa viðbrögð við skýrslunni. Þau voru fjölbreytileg og misjöfn eftir landssvæðum. Menn vilja greinilega taka allmörg atriði til til skoðunar. Fólk var almennt  sammála um að mótin væru orðin of löng og ofhlaðin.

Viðtalið í heild sinni má finna á vef Eiðfaxa með því að smella hér.