Fundur um málefni LH og Landsmóts

04.05.2009
Fundur um málefni LH og Landsmóts verður haldinn í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal miðvikudaginn 6. maí kl 20-22 í fundarsal ÍSÍ. Til fundarins eru boðuð hestamannafélögin á höfuðborgarsvæðinu, auk Mána í Keflavík. Stefnt er að því að halda samskonar fundi um allt land á næstu vikum. Fundur um málefni LH og Landsmóts verður haldinn í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal miðvikudaginn 6. maí kl 20-22 í fundarsal ÍSÍ. Til fundarins eru boðuð hestamannafélögin á höfuðborgarsvæðinu, auk Mána í Keflavík. Stefnt er að því að halda samskonar fundi um allt land á næstu vikum.

Sérstakir gestir fundarins eru Hjörný Snorradóttir og Guðný Ívarsdóttir sem eru að vinna að masters- og BS ritgerðum um málefni hestamanna. Munu þær meðal annars fjalla um hlutverk og framtíðarsýn Landssambands hestamannafélaga og Landsmótanna. Hjörný mun kynna niðurstöður skoðanakönnunar sem hún gerði varðandi LM2008. Á eftir verða umræður um erindi þeirra.

Allir félagar í hestamannafélögum á svæðinu eru velkomnir og stjórnir félaganna eru sérstaklega hvattar til að mæta.

Fimmtudaginn 7. maí. kl. 20-22, verður haldinn samskonar fundur í Rangárhöllinni, fyrir hestamannafélögin austan Hellisheiðar og að Lómagnúpi. Fleiri fundir sem haldnir verða víðar um landið á næstu vikum verða auglýstir síðar.