Fyrirkomulag KEA mótaraðarinnar árið 2015.

20.01.2015
KEA

Fyrirkomulag KEA mótaraðarinnar árið 2015.
Mótanefnd hefur komið sér saman um að vera áfram með liðakeppni en þó með aðeins breyttu sniði en liðin verða svæðisskipt eftir því hvar knapinn stundar hestamennsku.
Keppt verður í þremur flokkum
1. Mikið vanir
2. Meðal vanir
3. Lítið vanir

Í hverjum flokki telja tveir efstu í hverju liði til stiga. Níu efstu knaparnir í hverjum flokki fá stig í einstaklingskeppni.
Liðin verða eftirfarandi:
1. Akureyri – Lögmannshlíð: Höskuldur Jónsson s.8925520 netfang: elfa@nett.is
2. Akureyri og nágrenni (Breiðholt og Eyjafjörður út og suður): Camilla Hoj – camillahoei@hotmail.com
3. Hörgársveit: Þór Jónsteinsson s.8991057
4. Fyrir austan Vaðlaheiði: Einar Víðir s 8693248
5. Aðrir knapar frá fleiri aðildarfélögum: Baldvin Ari s.8941345
Áhugasamir knapar skrái sig hjá viðkomandi tengiliðum fyrir 5.febrúar.

Keppnisdagar
Fjórgangur 19.feb
Fimmgangur 6.mars
Tölt 27.mars
Smali, skeið og lokahóf 24. apríl
Ekki er skylda að keppa í öllum greinum.

Mótanefnd