Fyrsta upprifjunarnámskeið gæðingadómara

18.03.2009
Fyrsta upprifjunarnámskeið gæðingadómara verður haldið í kvöld, miðvikudag, í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Námskeiðið hefst klukkan 18.00. Allir gæðingadómarar fengu sendan DVD disk auk annarra upplýsinga fyrir nokkru síðan og ætlast er til að menn komi undirbúnir til leiks. Námskeiðið kostar 5000 krónur, félagsgjald er 1500. Samtals 6500 krónur. Fyrsta upprifjunarnámskeið gæðingadómara verður haldið í kvöld, miðvikudag, í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Námskeiðið hefst klukkan 18.00. Allir gæðingadómarar fengu sendan DVD disk auk annarra upplýsinga fyrir nokkru síðan og ætlast er til að menn komi undirbúnir til leiks. Námskeiðið kostar 5000 krónur, félagsgjald er 1500. Samtals 6500 krónur.

Hér fyrir neðan er afrit af bréfi sem gæðingadómarar  fengu sent:

Frá Gæðingadómarafélagi LH

Eftirfarandi námskeið verða í boði vorið 2009:

Upprifjunarnámskeið 18. og 26. mars og  kl. 18:00 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal
Verð námskeiðs kr. 5.000 og félagsgjald kr. 1.500 samtals 6.500,- sem greiðist á staðnum.
Vinsamlegast mætið með leiðarann á námskeiðið.  Leiðari / lög og reglur verða seld á námskeiðunum og kostar  1.500 kr.  Minna má á að bæði lög og leiðari eru aðgengileg á www.lhhestar.is undir linknum Keppnismál/Gæðingadómarafélagið. Ekki þarf að skrá sérstaklega á námskeiðið

Að undangengnum námskeiðum verða nýdómara og landsdómarapróf haldið 6. – 8. apríl á Hólum með fyrirvara um þátttöku. Verð námskeiðanna er kr. 30.000 sem greiðist á staðnum. Skrá þarf á námskeiðið á netfangið oddrunyr@simnet.is eða í síma 849-8088 fyrir 31. mars nk.

Upprifjunarnámskeið 7. apríl kl. 18:00 á Hólaskóla:

Verð námskeiðs kr. 5.000 og félagsgjald kr. 1.500 samtals 6.500,- sem greiðist á staðnum Ekki þarf að skrá sérstaklega á námskeiðið.

Með þessu bréfi fylgir DVD diskur með 8 hestum 2Bfl, 2ungl, 2börn og 2Afl  og dómblöð fyrir hvern og einn hest á disknum. Dómarar dæmi öll atriði sýningar og sérstaklega skal dæma stjórnun og ásetu á öllum sýndum atriðum í barna og unglingaflokkum.  Dómarar eru hvattir til að nota leiðarann og vinna sjálfstætt  og fylla út í alla reiti á dómblaðinu, skilgreina og rökstyðja einkunn sína og skila þeim merktum til fræðslunefndar í byrjun upprifjunarnámskeiðs.

Með von um góðar undirtektir.

Bestu kveðjur,
fræðslunefnd
Gæðingadómarafélags LH