Fyrsta úrtak U21 árs landsliðshópsins

23.10.2024
U21 Landsliðshópurinn, á myndina vantar Fanndísi Helgadóttur
U21 Landsliðshópurinn, á myndina vantar Fanndísi Helgadóttur

Á næsta ári er stóra verkefni landsliðsins HM íslenska hestsins í Sviss.  Þangað ætlum við með okkar allra sterkustu keppnispör frá Íslandi. Einungis sjö ungmenni verða valin til keppni og hafa tvö af þeim nú þegar unnið sér inn keppnisrétt eftir góðan árangur á síðasta Heimsmeistaramóti.

Með þetta stóra verkefni í huga mun áhersla landsliðsþjálfara á árinu 2025 vera sú að einungis sterkustu pörin (knapi og hestur) sem bjóðast hverju sinni verði í landsliðshópnum. Einnig skal landsliðsþjálfari hafa í huga góða breidd innan hópsins til að geta sent sterk pör til leiks í allar greinar. Að þessu sinni voru valin 14 pör (knapi og hestur) sem þykja skara fram úr að mati landsliðsþjálfara og bjóðast í verkefnið.

Rétt er að taka fram að knapar sem ekki eru valdir að þessu sinni eiga jafn mikinn möguleika og allir aðrir til að sanna sig á undirbúningstímabili sem og á komandi keppnistímabili til að ávinna sér sæti í landsliðshópnum og fara alla leið.

Landsliðsþjálfari mun fylgjast grannt með stöðu mála og ekki hika við að bæta knöpum í hópinn.

 

Hér eru knaparnir í fyrsta úrtaki U21 árs landsliðshópsins fyrir árið 2025:

 

Fanndís Helgadóttir, hestamannafélagið Sörli

Íslandsmeistari í fimmgangi unglinga og slaktaumatölti unglinga.

1.sæti á Reykjavíkurmeistaramóti í fimmgangi, slaktaumatölti og gæðingaskeiði unglinga.

Býður hesta sína Sprota frá Vesturkoti og Ötul frá Narfastöðum

 

Guðmar Hólm Ísólfsson, hestamannafélagið Þytur

Íslandsmeistari í 100m skeiði ungmenna og Norðurlandameistari í B-flokki ungmenna.

1.sæti á Reykjavíkurmeistaramóti í 100m skeiði.

Býður hesta sína Alviðru frá Kagaðarhóli og Gretti frá Hólum.

 

Hekla Rán Hannesdóttir, hestamannafélagið Sprettur

A-úrslita knapi í tölti ungmenna á Íslandsmóti og fjórgangi ungmenna á Íslandsmóti.

Býður hest sinn Grím frá Skógarási.

 

Herdís Björg Jóhannsdóttir, hestamannafélagið Sprettur

Heimsmeistari í tölti ungmenna frá síðasta Heimsmeistaramóti.

A-úrslita knapi í slaktaumatölti ungmenna á Íslandsmóti.

Býður Kjarnveigu frá Dalsholti og Skorra frá Vöðlum.

 

Hulda María Sveinbjörnsdóttir, hestamannafélagið Sprettur

A-úrslita knapi í fjórgangi ungmenna á Íslandsmóti og slaktaumatölti ungmenna á Íslandsmóti.

Býður hesta sína Muninn frá Bergi og Lifra frá Lindarlundi.

 

Jón Ársæll Bergmann, hestamannafélagið Geysir

Heimsmeistari í fjórgangi ungmenna og samanlögðum fjórgangsgreinum frá síðasta Heimsmeistaramóti.

1.sæti á Reykjavíkurmeistaramóti í tölti og fimmgangi ungmenna.

Íslandsmeistari í tölti, fimmgangi og 150m skeiði ungmennaflokki.

Landsmótssigurvegari í fimmgangi.

Býður hesta sína Hörpu frá Höskuldsstöðum og Heiður frá Eystra-Fróðholti.

 

Kristján Árni Birgisson, hestamannafélagið Geysir

Íslandsmeistari í gæðingaskeiði ungmenna og 2.sæti í 100m skeiði ungmenna á Íslandsmóti.

Býður hesta sína Kröflu frá Syðri-Rauðalæk og Súlu frá Kanastöðum.

 

Lilja Dögg Ágústsdóttir, hestamannafélagið Geysir

2.sæti í gæðingaskeiði ungmenna á Íslandsmóti og 5.sæti í 100m skeiði á Íslandsmóti.

Býður hest sinn Stanley frá Hlemmiskeiði.

 

Lilja Rún Sigurjónsdóttir, hestamannafélagið Fákur

Íslandsmeistari unglinga í gæðingaskeiði og 1-2.sæti í slaktaumatölti unglinga á Íslandsmóti.

Býður hesta sína Arion frá Miklholti og Heiðu frá Skák.

 

Matthías Sigurðsson, hestamannafélagið Fákur.

Norðurlandameistari í A-flokki ungmenna.

Landsmótssigurvegari í ungmennaflokki.

1.sæti á Reykjavíkurmeistaramóti í 250m skeiði.

A-úrslitaknapi á Íslandsmóti ungmenna í tölti og fimmgangi.

Býður hesta sína Magneu frá Staðartungu og Tuma frá Jarðbrú.

 

Sigurður Baldur Ríkharðsson, hestamannafélagið Sprettur

A-úrslitaknapi í slaktaumatölti ungmenna á Íslandsmóti.

Býður hesta sína Loft frá Traðarlandi og Trymbil frá Traðarlandi.

 

Védís Huld Sigurðardóttir, hestamannafélagið Sleipnir

Norðurlandameistari í fimmgangi ungmenna

A-úrslitaknapi í tölti, slaktaumatölti og fimmgangi ungmenna á Íslandsmóti.

Býður hesta sína Breka frá Sunnuhvoli og Ísak frá Þjórsárbakka.

 

Þórey Þula Helgadóttir, hestamannafélagið Jökull

A-úrslitaknapi í fimmgangi ungmenna á Íslandsmóti og fjórgangi ungmenna á Íslandsmóti.

Íslandsmeistari í samanlögðum fjórgangsgreinum ungmenna.

Býður hesta sína Hröfnu frá Hvammi og Kjalar frá Hvammi

 

Þórgunnur Þórarinsdóttir, hestamannafélagið Skagfirðingur

Íslandsmeistari í samanlögðum fimmgangsgreinum ungmenna.

A-úrslitaknapi í fimmgangi ungmenna og 4.sæti í gæðingaskeiði ungmenna á Íslandsmóti.

Býður hest sinn Djarf frá Flatatungu.