Fyrsti fundur nýrrar stjórnar

11.11.2010
Í gær, miðvikudaginn 10.nóvember, var haldinn fyrsti fundur nýrrar stjórnar Landssambands hestamannafélaga. Á dagskrá fundarins lá m.a. fyrir að stjórn skipti með sér verkum. Í gær, miðvikudaginn 10.nóvember, var haldinn fyrsti fundur nýrrar stjórnar Landssambands hestamannafélaga. Á dagskrá fundarins lá m.a. fyrir að stjórn skipti með sér verkum. Ákveðið var að Sigrún Þórðardóttir yrði skipaður gjaldkeri og Oddur Hafsteinsson skipaður ritari. Þorvarður Helgason, Andrea Þorvaldsdóttir og Sigurður Ævarsson eru meðstjórnendur.

Auk þess var farið yfir síðasta Landsþing, rætt um skipun í starfsnefndir LH og fleira.

Allar fundargerðir stjórnar er að finna hér á heimasíðunni undir liðnum UM LH - FUNDARGERÐIR.


T.f.v. Haraldur Þórarinsson formaður, Erla Guðný Gylfadóttir varastjórn, Þorvarður Helgason meðstjórnandi, Maríanna Gunnarsdóttir varastjórn, Andrea Þorvaldsdóttir meðstjórnandi, Sigurður Ævarsson meðstjórnandi, Sigrún Þórðardóttir gjaldkeri, Oddur Hafsteinsson (í felum) ritari, Gunnar Sturluson varaformaður. Á fundinn komust ekki varastjórnarmennirnir Haraldur Þór Jóhannsson, Guðrún Stefánsdóttir og Petra K. Kristinsdóttir.