Fyrsti keppnisdagurinn

04.08.2009
Einar Öder / Ljósm. MG
Í dag hefjast hæfileikadómar kynbótahrossa klukkan 10:00 á 5. vetra hryssum. Því eru það Erlingur Erlingsson og Stakkavík frá Feti sem ríða fyrst í braut fyrir Íslands hönd á þessu móti. Í dag hefjast hæfileikadómar kynbótahrossa klukkan 10:00 á 5. vetra hryssum. Því eru það Erlingur Erlingsson og Stakkavík frá Feti sem ríða fyrst í braut fyrir Íslands hönd á þessu móti.

Dómar kynbótahrossa verða fram eftir degi. Byggingadómar kynbótahrossa fóru fram í gær og urðu ekki miklar breytingar á einkunnum einstakra hrossa. Keppni í slaktaumatölti hefst síðan klukkan 16:00 og þar á Ísland tvo fulltrúa þau Sigurð Sigurðarson og Rúnu Einarsdóttur Zingsheim.

Í kvöld klukkan 23:15 verður fyrsti samantektarþátturinn frá HM í sjónvarpinu á RÚV. En á hverju kvöldi á meðan á móti stendur verða sýndir þættir með hápunktum dagsins.

Kveðja,

Landsliðsnefnd