Gæðingafimi í Meistaradeild Cintamani ráslisti

14.03.2018

Keppt verður í gæðingafimi á fimmtudaginn en keppni hefst kl. 19:00 í TM höllinni í Víðidal í Reykjavík. Sigurbjörn Bárðarson og Nagli frá Flagbjarnarholti eru fyrstir í braut en á eftir þeim kemur svokallaður villiköttur en hann er í liði Gangmyllunnar. Hvert lið getur, á hverju tímabili, fengið svokallaðan villikött til að keppa fyrir sitt lið en villikötturinn er knapi sem er ekki skráður í deildina. Það eru fjórir villikettir í gæðingafiminni en lið Gangmyllunar, Líflands, Ganghesta/Margrétarhof/Equitec og Árbakka/Hestvits/Sumarliðabæ eru öll að notafæra sér þetta tækifæri. 

Margir spennandi hestar eru á ráslistanum þ.á.m. Landsmóts sigurvegarinn Nökkvi frá Syðra-Skörðugili en Jakob S. Sigurðsson mætir með hann. Hans Þór Hilmarsson mætir með hestagullið Söru frá Stóra-Vatnsskarði en hún hefur alltaf vakið mikla athygli þar sem hún mætir. Teitur Árnason mætir með Reyni frá Flugumýri en þeir Reynir og Sigurður Rúnar Pálsson hafa átt góðu gengi að fagna í töltkeppni. 

Við hvetjum alla til að mæta í höllina og horfa á þessa gæðinga leika listir sínar. Húsið opnar kl. 17:00 en boðið verður upp á gúllassúpu og brauð áður en mótið byrjar. Miðasala fer fram á tix.is en einnig í anddyri hallarinnar. Einnig er hægt að horfa á deildina beint á oz.com og Stöð 2 Sport. 

Nr. Knapi Hestur Faðir Móðir Aldur Litur Lið
1 Sigurbjörn Bárðarson Nagli frá Flagbjarnarholti Geisli frá Sælukoti Surtsey frá Feti 10 Brúnn Oddhóll/Þjóðólfshagi/Efsta-Sel
2 Villiköttur           Gangmyllan
3 Elin Holst Frami frá Ketilsstöðum Sveinn-Hervar frá Þúfu í Landeyjum Framkvæmd frá Ketilsstöðum 11 Brúnn Gangmyllan
4 Ragnhildur Haraldsdóttir Þróttur frá Tungu Þokki frá Kýrholti Sól frá Tungu 11 Brúnn Ganghestar /Margrétarhof /Equitec
5 Mette Mannseth Karl frá Torfunesi Vilmundur frá Feti Mánadís frá Torfunesi 10 Brúnstj. Lífland
6 Viðar Ingólfsson Pixi frá Mið-Fossum Krákur frá Blesastöðum 1A Snekkja frá Bakka 8 Brún Hrímnir/Export hestar
7 Villiköttur           Ganghestar/Margrétarhof/Equitec
8 Ragnar Tómasson Sleipnir frá Árnanesi Sproti frá Runnum Hera frá Árnanesi 15 Rauður Árbakki/Hestvit/Sumarliðabær
9 Hanne Oustad Smidesang Roði frá Hala Mídas frá Kaldbak Fiðla frá Hala 9 Rauður Top Reiter
10 Hans Þór Hilmarsson Sara frá Stóra-Vatnsskarði Orri frá Þúfu í Landeyjum Lukka frá Stóra-Vatnsskarði 8 Rauð Hrímnir/Export hestar
11 Freyja Amble Gísladóttir Sif frá Þúfum Gaumur frá Auðsholtshjáleigu Komma frá Hóli v/Dalvík 9 Jörp Hrímnir/Export hestar
12 Bergur Jónsson Herdís frá Lönguhlíð Sveinn-Hervar frá Þúfu í Landeyjum Glódís frá Stóra-Sandfelli 2 8 Jörp Gangmyllan
13 Hulda Gústafsdóttir Draupnir frá Brautarholti Aron frá Strandarhöfði Alda frá Brautarholti 9 Brúnn Árbakki/Hestvit/Sumarliðabær
14 Ásmundur Ernir Snorrason Pétur Gautur frá Strandarhöfði Klettur frá Hvammi Álfheiður Björk frá Lækjarbotnum 10 Gráskj. Auðsholtshjáleiga
15 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Óskar frá Breiðstöðum Herjólfur frá Ragnheiðarstöðum Fantasía frá Breiðstöðum 7 Jarpur Ganghestar/Margrétarhof/Equitec
16 Sigurður Sigurðarson Rauða-List frá Þjóðólfshaga Loki frá Selfossi Tinna frá Reykjum 7 Rauð Oddhóll/Þjóðólfshagi/Efsta-Sel
17 Árni Björn Pálsson Flaumur frá Sólvangi Gaumur frá Auðsholtshjáleigu Fluga frá Breiðabólsstað 9 Jarpur Top Reiter
18 Jakob Svavar Sigurðsson Nökkvi frá Syðra-Skörðugili Aðall frá Nýjabæ Lára frá Syðra-Skörðugili 10 Jarpur Lífland
19 Þórdís Erla Gunnarsdóttir Sölvi frá Auðsholtshjáleigu Gaumur frá Auðsholtshjáleigu Gígja frá Auðsholtshjáleigu 8 Brúnn Auðsholtshjáleiga
20 Berglind Ragnarsdóttir Frakkur frá Laugavöllum Orri frá Þúfu í Landeyjum Freyja frá Kirkjubæ 17 Jarpur Oddhóll/Þjóðólfshagi/Efsta-Sel
21 Sylvía Sigurbjörnsdóttir Héðinn Skúli frá Oddhóli Grunur frá Oddhóli Folda frá Lundi 13 Móálót. Auðsholtshjáleiga
22 Jóhanna Margrét Snorradóttir Kári frá Ásbrú Kappi frá Kommu Samba frá Miðsitju 8 Brúnn Árbakki/Hestvit/Sumarliðabær
23 Teitur Árnason Reynir frá Flugumýri Kormákur frá Flugumýri II Rispa frá Flugumýri 15 Jarpur Top Reiter
24 John Sigurjónsson Æska frá Akureyri Kappi frá Kommu Hrönn frá Búlandi 8 Jörp Lífland