Gæðingafimi í Ölfushöllinni í kvöld

19.03.2009
Siggi Sig. á Suðra
Keppt verður í gæðingafimi í Meistaradeild VÍS í Ölfushöllinni í kvöld. Gæðingafimin er af mörgum talin ein mesta áskorun fyrir reiðmenn í keppni á íslenskum hestum. Þar eru sameinuð gildi klassískrar reiðmennsku, og þjóðlegrar íslenskrar reiðmennsku. Nokkrir knapar hafa riðið afar fallegar og vel útfærðar sýningar í þessari keppnisgrein. Keppt verður í gæðingafimi í Meistaradeild VÍS í Ölfushöllinni í kvöld. Gæðingafimin er af mörgum talin ein mesta áskorun fyrir reiðmenn í keppni á íslenskum hestum. Þar eru sameinuð gildi klassískrar reiðmennsku, og þjóðlegrar íslenskrar reiðmennsku. Nokkrir knapar hafa riðið afar fallegar og vel útfærðar sýningar í þessari keppnisgrein.

Af þeim hestum sem skráðir eru til leiks eru gæðingar sem hafa áður notið sín vel í þessari grein. Einnig eru nýir hestar í hópnum og verður spennandi að sjá hvernig samspil knapa og hests verður. Má þar nefna Daníel Jónsson og Tón frá Ólafsbergi, og Huldu Gústafsdóttir og Kjuða frá Kirkjuferjuhjáleigu, og Hinrik Bragason á Náttari frá Þorláksstöðum. Þessi pör komu sterk inn í fjórgangs keppninni á dögunum. Einnig verður spennandi að sjá nýjan liðsmann í deildinni, Guðmund Björgvinsson, en hann keppir á stóðhestinum Þyti frá Neðra-Seli.

Síðast en ekki síst er það svo Sigurður Sigurðarson á Suðra frá Holtsmúla, en þeir sigruðu einmitt í fjórganginn síðast. Suðri er þrautþjálfaður keppnishestur til margra ára. Þrefaldur Íslandsmeistari í fjórgangi. Sem sagt: Spennandi hestamót í Ölfushöllinni í kvöld.

Rásröð:

1    Jóhann G. Jóhannesson    Hestvit    Saga frá Lynghaga
2    Sigurður V Matthíasson    Málning    Hlynur frá Oddhól
3    Sigursteinn Sumarliðason    Frumherji    Bjarkar frá Blesastöðum
4    Viðar Ingólfsson    Frumherji    Spaði frá Hafrafellstungu
5    Jakob S Sigurðsson    Skúfslækur    Auður frá Lundum
6    Hinrik Bragason    Hestvit    Náttar frá Þorláksstöðum
7    Sigurður Sigurðarson    Skúfslækur    Suðri frá Holtsmúla
8    Daníel Ingi Smárason    Lýsi    Vili frá Engihlíð
9    Bylgja Gauksdóttir    Lífland    Grýta frá Garðabæ
10    Halldór Guðjónsson    Lýsi    Höfði frá Snjallsteinshöfða
11    Ragnar Tómasson    Top Reiter    Brimill frá Þúfu
12    Ísleifur Jónasson    Lýsi    Röðull frá Kálfholti
13    Eyjólfur Þorsteinsson    Málning    Klerkur frá Bjarnanesi
14    Sigurbjörn Bárðarson    Lífland    Stakkur frá Halldórsstöðum
15    Camilla P Sigurðardóttir    Skúfslækur    Hylling frá Flekkudal
16    Hulda Gústafsdóttir    Hestvit    Kjuði frá Kirkjuferjuhjáleigu
17    Ólafur Ásgeirsson    Frumherji    Jódís frá Ferjubakka
18    Agnar Þór Magnússon    Lífland    Frægur frá Flekkudal
19    Guðmundur Björgvinsson    Top Reiter    Þytur frá Neðra-Seli
20    Daníel Jónsson    Top Reiter    Tónn frá Ólafsbergi
21    Valdimar Bergstað    Málning    Leiknir frá Vakurstöðum