Gæðingafimi LH sýningargrein á Íslandsmóti barna og unglinga

09.07.2021
Óla mynd- Ola photos

Gæðingafimi LH 2. stig verður sýningargrein á Íslandsmóti barna og unglinga á félagssvæði Sörla Hafnarfirði.

Keppt verður í reiðhöllinni en dagskrá verður gefin út þegar skráningu er lokið.

Hugmyndin að þessari keppnisgrein er að sýna vel þjálfaðan gæðing á listrænan hátt, þar sem öll þjálfunarstigin eru sýnd. Knapi fléttar saman gangtegundum og æfingum og sýnir í einni heild jafnvægi, þjálni, kraft og fimi hestsins. 

Ekki verður hægt að krýna Íslandsmeistara í greininni þar sem hún er sýningargrein en við hvetjum sem flesta til að taka þátt til þess að fá sem mesta reynslu á greinina.

Opið er fyrir skráningu og skráning er opin til hádegis mánudaginn 12. júlí.

Smellið hér til að skrá

Hér er að finna allar upplýsingar og reglur um gæðingafimi LH  https://www.lhhestar.is/is/keppni/gaedingafimi-lh