Gæðingamót Andvara - skráning í kvöld

30.05.2011
Gæðingamót Andvara og úrtaka fyrir Landsmót 2011 fer fram  2. - 5. Júní (fimmtudagur-sunnudags), tvöföld úrtaka fyrir Landsmót verður í öllum flokkum. Gæðingamót Andvara og úrtaka fyrir Landsmót 2011 fer fram  2. - 5. Júní (fimmtudagur-sunnudags), tvöföld úrtaka fyrir Landsmót verður í öllum flokkum.

Skylt er að mæta í fyrri úrtökuna en ekki seinni, en skráning í seinni úrtöku verður eftir fyrri úrtöku. Betri einkunn gildir inná Landsmót.

Skráning á mótið verður mánudagskvöldið 30.maí kl: 20-22. Einnig er tekið við skráningum í síma 825-8205 eða 868-5995 gegn kortanúmeri. Það sem fram þarf að koma er kennitala knapa, IS númer hests,keppnisgrein (hönd) og símanúmer. Ekki er tekið við skráningum eftir þennan tíma.

Tölt og skeið er opið en í öðrum greinum í gæðingakeppninni þarf hesturinn að vera í eigu SKULDLAUSRA félagsmanna Andvara.

Skráningargjöld eru 3000 kr fyrir tölt, skeið, ungmenni, A-og B-flokk, 2500 kr fyrir börn og unglinga og 1000 kr fyrir polla. (sama verð er fyrir seinni úrtöku).
Veitt verður verðlaun fyrir glæsilegasta parið.

Eftirfarandi flokkar eru í boði ef næg þátttaka fæst:
Pollar
Börn
Unglingar
Ungmenni
A-flokkur
B-flokkur
Tölt (opið)
100, 150 og 250 m skeið (opið)
 
Mótanefnd auglýsir jafnframt eftir aðstoð á mótinu,riturum,hliðvörðum og fl. Vinsamlegast hafið sambandi við Má í síma 866-6068 eða Huldu í síma 868-5995 ef þið getið aðstoðað.
 
Mótanefnd Andvara.