Gæðingamót Harðar og úrtaka fyrir LM

22.05.2014

Gæðingamót Harðar og úrtaka fyrir LM verður haldin dagana 29.5 - 1.6

Mótið fer þannig fram að fyrri umferð úrtöku er á fimmtudeginum 29. maí (þá er bara riðin forkeppni), Gæðingakeppnin og síðari úrtakan á laugardegi - og öll úrslit eru á sunnudeginum.

Skráningagjald í Barna- Unglinga- Ungmennaflokk og skeiðgreinar er 3000kr. Skráningagjald í Unghrossakeppni, T1 - 17 ára og yngri, T1 Meistaraflokk A- og B- flokk er 4000kr.

Skráningu lýkur á þriðjudaginn 27. maí.

Linkur á skráningu: http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add

ATH. Ef knapi ætlar að taka þátt í fyrri og seinni umferð úrtöku verður hann að skrá sig í þær báðar.