Gæta skal vel að heilbrigði hrossa í fjallferðum og göngum

31.08.2010
Mikilvægt er að smalahross séu frísk þegar lagt er af stað og hafi ekki umgengist hross með einkenni smitandi hósta í a.m.k. 2 vikur (algengur meðgöngutími sjúkdómsins). Mikilvægt er að smalahross séu frísk þegar lagt er af stað og hafi ekki umgengist hross með einkenni smitandi hósta í a.m.k. 2 vikur (algengur meðgöngutími sjúkdómsins). Gæta skal hófs í því álagi sem lagt er á hrossin. Breiða skal yfir hrossin þegar komið er í náttstað þar til þau hafa þornað. Ef vart verður við hósta eða slappleika í fjall- eða gangnahrossum skulu þau keyrð til byggða við fyrsta tækifæri. Fyrirliðar skulu hafa meðferðis sýklalyf til að hefja meðhöndlun í samráði við dýralækni ef þörf er á.

Nánari upplýsingar gefur Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Mast.