Gagnlegir umræðufundir

08.05.2009

Það var ekki troðfullt út úr dyrum á fundum LH um framtíð LH og Landsmóta sem haldnir voru nú í vikunni. Um fimmtán manns mættu á hvorn fund. Báðir fundirnir voru hins vegar mjög ganglegir og þar fór fram frjó umræða um þessi mikilvægu málefni. Það var ekki troðfullt út úr dyrum á fundum LH um framtíð LH og Landsmóta sem haldnir voru nú í vikunni. Um fimmtán manns mættu á hvorn fund. Báðir fundirnir voru hins vegar mjög ganglegir og þar fór fram frjó umræða um þessi mikilvægu málefni.

Fyrri fundurinn var haldin í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal fyrir hestamannafélögin á höfuðborgarsvæðinu og Mána í Keflavík, og sá síðari í Rangárhöllinni fyrir hestamannafélögin austan Hellisheiðar að Lómagnúpi. Fleiri fundir eru fyrirhugaðir víðar um landið.

Guðný Ívarsdóttir og Hjörný Snorradóttir, sem báðar eru hestamönnum að góðu kunnar, vinna nú að lokaverefnum í Háskóla Íslands. Guðný mun í sínu verkefni kryfja hvort ástæða sé til að sameina félagasamtök í hestamennskunni út frá hagkvæmnissjónarmiðum og hvort vilji sé fyrir því. Einnig út frá hvaða forsendum menn eru með og á móti slíkri sameiningu. Hjörný mun í sínu verkefni fjalla um hlutverk og markmið Landsmóta og hvort ástæða sé til að gera breytingar.


Lögðu þær stöllur spurningalista fyrir fundargesti. Síðan var skipt upp í tvo hópa þar sem málin voru reifuð og rædd. Allar hugmyndir og sjónarmið voru skráð niður. Síðan sameinuðust hóparnir í lokin og fóru yfir meginatriði umræðnanna.

Þess má til gamans geta að á fundinum í Rangárhöll voru Haraldur Þórarinsson, formaður LH, og Kristinn Guðnason, formaður Félags hrossabænda, saman í hópi. Umræða um sameiningu þessara tveggja félaga hefur verið verið uppi af og til í mörg ár. Haraldur er hlynntur sameiningu en Kristinn ekki. Það er skemmst frá að segja að það fór vel á með þeim félögum og hvorugur þeirra hækkaði róminn að nokkru ráði. Ekki var þó að heyra á Kristni að hann væri í neinum sameiningar hugleiðingum.