Gáma- þjónustan styður landgræðslu

05.02.2009
Gámaþjónustan í Hafnarfirði býður nú hestamönnum í Sörla að taka við taði frá þeim á svæði fyrirtækisins við Berghellu í Hafnarafirði. Þetta er umtalsverður sparnaður fyrir Sörlafélaga, sem hafa sjálfir þurft að bera kostnað af að aka taðinu í Krísuvík eða Áfsnes. Gámaþjónustan í Hafnarfirði býður nú hestamönnum í Sörla að taka við taði frá þeim á svæði fyrirtækisins við Berghellu í Hafnarafirði. Þetta er umtalsverður sparnaður fyrir Sörlafélaga, sem hafa sjálfir þurft að bera kostnað af að aka taðinu í Krísuvík eða Áfsnes. Hestamenn þurfa sjálfir að koma taðinu á stöðina við Berghellu, sem er mörgum sinnum styttra en fyrri losunarstaðir. Greiða þarf 1,53 krónur m. vsk. í móttökugjald. Hjá Gámaþjónustunni fengust þær upplýsingar að hluta af taðinu verður ekið upp í Krísuvík og restin fer í jarðgerð hjá Gámaþjónustunni við Berghellu. Taðið í Krísuvík er notað af hestamönnum til áburðar í beitarhólf og einnig í aðrar jarðarbætur.

Moltan sem fæst úr jarðgerðinni á Berghellu er notuð til áburðar í garða, bæði af einstaklingum og fyrirtækjum. Landnám Ingólfs hefur notað það til uppgræðslu. Ingþór Guðmundsson, stöðvarstjóri á Berghellu, segir að fyrirhugað sé að gefa viðskiptavinum moltuna í vor. Er það án efa fengur fyrir marga, enda um úrvals áburð að ræða. Það má því segja að Gámaþjónustan styðji landgræðslu á svæðinu.

Myndin er tekin í gróðursnauðum ásum við Heklurætur.