Gári frá Auðsholtshjáleigu efstur í flokki stóðhesta með afkvæmum

05.07.2008
Gárí frá Auðsholtshjáleigu hlaut fyrsta sæti í flokki stóðhesta með afkvæmum til fyrstu verðlauna. Sex stóðhestar voru sýndir með afkvæmum í þeim flokki.Gárí frá Auðsholtshjáleigu hlaut fyrsta sæti í flokki stóðhesta með afkvæmum til fyrstu verðlauna. Sex stóðhestar voru sýndir með afkvæmum í þeim flokki.

Gárí frá Auðsholtshjáleigu hlaut fyrsta sæti í flokki stóðhesta með afkvæmum til fyrstu verðlauna. Sex stóðhestar voru sýndir með afkvæmum í þeim flokki og fara þeir hér á eftir í réttri sætaröð:

1. sæti: Gári er með 125 stig í kynbótamati og 18 dæmd afkvæmi. Í dómsorðum um Gára segir að hann gefi stórglæsileg og sterkbyggð hross. Hæfileikarnir eru alhliða, framgangan einörð.

2. sæti: Huginn frá Haga I er með 120 stig í kynbótamati og 30 dæmd afkvæmi. Um Huginn segir í dómsorðum að hann gefi þokkalegt sköpulag en prýðilega alhliða reiðhestskosti, skeiðið best.

3. sæti: Aron frá Strandarhöfði er með 119 stig í kynbótamati og 39 dæmd afkvæmi. Í dómsorðum um Aron segir að hann gefi léttbyggð og sívöl hross. Afkvæmin eru snjöll  á gangi, töltið best.

4. sæti: Hágangur frá Narfastöðum er með 118 stig í kynbótamati og 16 dæmd afkvæmi. Í dómsorðum segir um Hágang að hann gefi reisnarmikil og prúð hross. Afkvæmin eru flest hágeng klárhross þó vekringar finnist.

5. sæti: Þyrnir frá Þóroddsstöðum er með 118 stig í kynbótamati og 23 dæmd afkvæmi. Þyrnir er sagður gefa prúð og sterkleg myndarhross. Flest alhliðageng, skremikil, viljug.

6. sæti: Dynur frá Hvammi er með 117 stig í kynbótamati og 54 dæmd afkvæmi. Dynur er sagður gefa reist og prúð klárhross með góðum fótaburði.