Geðslag á Hrossarækt 2008

03.11.2008
Ráðstefnan Hrossarækt 2008 verður haldin á Hótel Sögu laugardaginn 8. Nóvember og hefst klukkan 13.00. Ráðstefnan er öllum opin. Nokkur spennandi mál eru á dagskrá. Einkum fyrirhugaðar breytingar á kynbótadómum.Ráðstefnan Hrossarækt 2008 verður haldin á Hótel Sögu laugardaginn 8. Nóvember og hefst klukkan 13.00. Ráðstefnan er öllum opin. Nokkur spennandi mál eru á dagskrá. Einkum fyrirhugaðar breytingar á kynbótadómum.Ráðstefnan Hrossarækt 2008 verður haldin á Hótel Sögu laugardaginn 8. Nóvember og hefst klukkan 13.00. Ráðstefnan er öllum opin. Nokkur spennandi mál eru á dagskrá. Einkum fyrirhugaðar breytingar á kynbótadómum.

Áður hefur verið sagt frá hugmyndum um að færa kynbótadómana inn á hringvöll. Þegar eru hafnar fjörugar umræður í hestasamfélaginu um það mál. Annað og ekki síður þýðingarmikið mál eru hugmyndir um breytingar á vægisstuðlum dómstigans. Ekki eru nema fáein ár frá því að breytingar á dómstiganum voru gerðar undir forystu Ágústs Sigurðssonar, fyrrum hrossaræktarráðunauts, nú rektors á Hvanneyri.

Veigamesta breytingin sem liggur fyrir nú er lækkun á vægi vilja og geðslags. Prósenturnar sem af því verða teknar munu þá færast yfir á aðra þætti, svo sem fet og stökk. Hugmyndir þessar eru ennþá á umræðustigi og er einmitt ætlunin á Hrossarækt 2008 að fá fram skoðanir fólks á þeim. Það eru þeir Kristinn Guðnason, formaður fagráðs, og Guðlaugur Antonsson, hrossaræktarráðunautur sem kynna hugmyndirnar.

Á myndinni er Kappi frá Kommu sem fékk bæði 7,5 og 9,0 fyrir geðslag á LM2008. Sem mörgum fannst ósanngjarnt gagnvart 4 vetra trippi. Knapi er Mette Mannseth.