Glæsileg og vel heppnuð miðbæjarreið

29.06.2024

Miðbæjarreið LH og Landsmóts fór fram í blíðskapar veðri í dag, farið var um miðbæinn þveran og endilangan. Rúmlega 60 hestar tóku þátt í reiðinni og fjöldinn allur af fólki var mætt á Skólavörðuholtið til að taka á móti hópnum og ná af þeim myndum. Hestarnir sýndu það og sönnuðu enn einu sinni að þeir láta það ekki á sig fá að fara um þröngar götur bæjarins og taka þátt í því fjölbreytta mannlífi sem þar er.

Reiðin heppnaðist í alla staði vel og það var ljúft að heyra hófadyninn í höfuðborginni og baða sig í sólinni á sama tíma.

LH þakkar öllum þeim frábæru knöpum sem tóku þátt í reiðinni og öllum þeim sem komu og fylgdust með, megum við sem oftast sjá fallega fáka fara um götur Reykjarvíkur!

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir, fleiri birtast inn á Instagramsíðu LH (þeir sem tóku myndir og mynbrot mega endilega tagga LH)