Glæsileg Uppskera fyrir árið 2014

13.01.2015
Knapar ársins

Síðastliðna helgi var glæsilegri Uppskeruhátíð hestamanna fagnað. Viðburðurinn var vel heppnaður, enda glæsilegur í alla staði. Fólk skemmti sér almennt vel og virðist salurinn í Gullhömrum hafa slegið í gegn. 

Knapar ársins voru eftirfarandi:

Kynbótaknapi ársins 2014

- Daníel Jónsson

Skeiðknapi ársins 2014

- Teitur Árnason

Íþróttaknapi ársins 2014

- Reynir Örn Pálmason

Gæðingaknapi ársins 2014

- Þórarinn Ragnarsson

Efnilegasti knapi ársins 2014

- Gústaf Ásgeir Hinriksson

Knapi ársins 2014

- Árni Björn Pálsson

Ræktunarbú ársins 2014

- Þóroddsstaðir

 

Og hin virtu heiðursverðlaun hlaut

- Einar Öder Magnússon

 

Við hjá LH og FHB óskum þeim öllum til hamingju með titlana :)