Glæsilegur árangur íslenska liðsins á HM

10.08.2015
Reynir Örn og Greifi. Mynd Hrafnhildur H Guðmundsd

Frábæru Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Herning lauk um helgina. Íslenska sveitin stóð sig með prýði og kemur heim með 8 gull, 7 silfur og 3 bronsverðlaun.

Gullverðlaun
T1 - Kristín Lárusdóttir og Þokki frá Efstu-Grund, 8,44
V1 - Guðmundur Björgvinsson og Hrímnir frá Ósi, 7,97
PP1 - Teitur Árnason og Tumi frá Borgarhóli, 8,50
F1 samanlagðar - Reynir Örn Pálmason og Greifi frá Holtsmúla
7 vetra stóðhestar - Glóðafeykir frá Halakoti, knapi Daníel Jónsson, 8,74
5 vetra stóðhestar - Andvari frá Auðsholtshjáleigu, knapi Árni Björn Pálsson, 8,49
7 vetra hryssur - Kengála frá Efri-Rauðalæk, knapi Agnar Snorri Stefánsson, 8,53
6 vetra hryssur - Garún frá Árbæ, knapi Guðmundur Björgvinsson, 8,62

Silfurverðlaun
T2 - Reynir Örn Pálmason og Greifi frá Holtsmúla, 8,13
F1 - Reynir Örn Pálmason og Greifi, 7,38
P2 - Styrmir Árnason og Neysla vom Schloßberg, 7,41 sek
T2 ungmenna - Jóhanna Margrét Snorradóttir og Stimpill frá Vatni, 6,38
F1 ungmenna - Gústaf Ásgeir Hinriksson og Geisli frá Svanavatni, 6,59
6 vetra stóðhestar - Svaði frá Hólum, knapi Árni Björn Pálsson, 8,63
5 vetra hryssur - Ríkey frá Flekkudal, knapi Guðmundur Björgvinsson, 8,42

Bronsverðlaun
P1 - Teitur Árnason og Tumi frá Borgarhóli, 21,52 sek
P2 - Bergþór Eggertsson og Lotus, 7,42 sek
V1 ungmenna - Guðmunda Ellen Sigurðardóttir og Týr frá Skálatjörn, 6,67