Gleðilegt Landsmót

30.06.2024

Landssamband hestamannafélaga óskar öllum keppendum og sýnendum á Landsmóti hestamanna 2024 góðs gengis og vill um leið minna keppendur á að sýna íþróttamannslega framkomu í hvívetna og koma fram af virðingu gagnvart öðrum keppendum, starfsfólki, sjálfboðaliðum og gestum en ekki síst hestinum okkar sem þetta allt snýst um.

Keppendum í hestaíþróttum er óheimilt að vera undir áhrifum áfengis og/eða vímuefna og gilda lyfjareglur Lyfjaeftirlits Íslands og Alþjóðlegar lyfjareglur. Tilgangur lyfjareglnanna er að vernda grundvallarrétt íþróttamanna til að taka þátt í lyfjalausum íþróttum og stuðla þannig að heilbrigði, sanngirni og jafnrétti fyrir íþróttamenn um allan heim.

Einnig gilda um alla keppni í hestaíþróttum lyfjareglur FEIF og FEI (Federation Equestre Internationale) um lyfjanotkun hesta.

Keppendur í öllum flokkum geta átt von á að þeir og/eða hestar þeirra geti verið kallaðir í lyfjapróf hvenær sem er á meðan á Landsmóti stendur.

Gangi ykkur öllum vel og gleðilegt Landsmót.