Glotti er ekki seldur

25.11.2008
Stóðhesturinn Glotti frá Sveinatungu hefur ekki verið seldur. Hann er ennþá í eigu Sigurðar Ragnarssonar í Keflavík. Þrálátur orðrómur hefur gengið um að Glotti sé förum til Danmerkur.Stóðhesturinn Glotti frá Sveinatungu hefur ekki verið seldur. Hann er ennþá í eigu Sigurðar Ragnarssonar í Keflavík. Þrálátur orðrómur hefur gengið um að Glotti sé förum til Danmerkur.Stóðhesturinn Glotti frá Sveinatungu hefur ekki verið seldur. Hann er ennþá í eigu Sigurðar Ragnarssonar í Keflavík. Þrálátur orðrómur hefur gengið um að Glotti sé förum til Danmerkur.

„Það hafa margir sýnt hestinum áhuga síðan á LM2008,“ segir Sigurður. „Það hefur þó ekkert tilboð heillað mig ennþá. Mér hefur líka sýnst að það ríki dálítill misskilningur hjá kaupendum í útlöndum. Gengismunurinn villir mönnum sýn. Menn halda að þeir geti gert meiri reifarakaup í hrossum en efni standa til. Þegar á svo að setjast niður og ræða endanlegt verð þá hrökkva menn til baka.“

En hefur Glott fengið slíka notkun að það sé stætt á því fyrir þig að halda honum hér heima ef þú færð gott tilboð?

„Hann fékk góða notkun í sumar, fimmtíu hryssur, og fyljunin yfir 90%. Hrossaræktarsamtök hafa sýnt áhuga á honum fyrir næsta sumar. Enda væri illa komið fyrir hrossaræktinni ef menn telja ekki ástæðu til að nota svona hest. Glotti er frábær gæðingur, sjálfgerður og sjálfberandi frá náttúrunnar hendi. Þetta er mesti snillingur sem ég hef kynnst um dagana,“ segir Sigurður.

Og hefur hann þó kynnst þeim mörgum. Sigurður er eins og margir vita einn helsti stóðhestamógúll landsins, ef svo má að orði komast. Á þessu ári seldi hann stóðhestana Dug frá Þúfu og Glym frá Árgerði. Hann á þó ennþá sex fyrstu verðlauna stóðhesta: Vörð frá Árbæ, Glym frá Flekkudal, Storm frá Efri-Rauðalæk, Kaspar frá Kommu, Tryggva Geir frá Steinnesi, og svo Glotta.

„Glotti verður hjá Jakobi Sigurðssyni í vetur, en hann hefur tamið og sýnt hestinn frá upphafi. Það er fjórðungsmót á Kaldámelum næsta sumar sem árreiðanlega verður gaman að taka þátt í. Og svo er náttúrulega heimsmeistaramótið í Sviss. Maður veit aldrei fyrirfram hvaða stefna verður tekin. Það fer eftir því hvernig vindar blása,“ segir Sigurður Ragnarsson í Keflavík.