Góðu landsþingi lokið – nokkrir nýir í stjórn

15.10.2016

60. landsþingi hestamanna í Stykkishólmi lauk seinni partinn í dag samkvæmt dagskrá. Þingið fór mjög vel fram, var vel skipulagt og stjórnun þess í örugg höndum þeirra Valdimars Leós Friðrikssonar og Grétars D Pálssonar.

Samkvæmd dagskrá fóru fram kosningar til stjórnar og varastjórnar LH og fóru kosningar þannig:

Einn var í framboði til formanns og var það sitjandi formaður Lárus Ástmar Hannesson sem var því sjálfkjörinn.

Til aðalstjórnar voru 10 manns í framboði og fóru atkvæði þannig en kjörseðlar voru 144 í heildina og enginn ógildur:

Atkv.

Nafn

142

Jóna Dís Bragadóttir, Hörður

128

Andrea Þorvaldsdóttir, Léttir

118

Helga B. Helgadóttir, Fákur

110

Ólafur Þórisson, Geysir

104

Haukur Baldvinsson, Sleipnir

96

Eyþór Gíslason, Glaður

58

Ingimar Ingimarsson, Skagfirðingur

57

Magnús Benediktsson, Sprettur

45

Stefán Ármannsson, Dreyri

6

Eggert Hjartarson, Sörli

 

Þau sex hlutskörpustu eru því réttkjörnir aðalmenn í stjórn LH næstu tvö árin.

Til varastjórnar voru 7 í framboði og 5 efstu voru kjörnir í varastjórn. Fór kosningin þannig en kjörseðlar voru 137 í heildina og enginn ógildur:

Atkv.

Nafn

133

Sóley Margeirsdóttir, Máni

121

Rúnar Bragason, Fákur

113

Magnús Benediktsson, Sprettur

97

Stefán Ármannsson, Dreyri

91

Ingimar Ingimarsson, Skagfirðingur

69

Eggert Hjartarson, Sörli

61

Petra Kristín Kristinsdóttir, Sindri

 

Þinginu var slitið um 16:30 og við tekur þinglokafagnaður í kvöld á Hótel Stykkishólmi. LH þakkar fráfarandi stjórnar- og varastjórnarmönnum fyrir gott starf og býður nýja stjórnarfólkið velkomið til starfaþ 

Þingforsetar, starfsmenn og stjórn þakka öllum þingfulltrúum og gestum kærlega fyrir gott starf og góðan anda á þessu þingi.