Góður andi á aðalfundi Gusts

28.11.2008
Það var góður andi samstöðu sem sveif yfir vötnum á vel sóttum aðalfundi Gusts, sem haldinn var í gærkvöldi. Hermann Vilmundarson hlaut afgerandi kosningu í formannssætið, eða 71 atkvæði á móti 42 atkvæðum Kristínar Njálsdóttur.Það var góður andi samstöðu sem sveif yfir vötnum á vel sóttum aðalfundi Gusts, sem haldinn var í gærkvöldi. Hermann Vilmundarson hlaut afgerandi kosningu í formannssætið, eða 71 atkvæði á móti 42 atkvæðum Kristínar Njálsdóttur.Það var góður andi samstöðu sem sveif yfir vötnum á vel sóttum aðalfundi Gusts, sem haldinn var í gærkvöldi. Hermann Vilmundarson hlaut afgerandi kosningu í formannssætið, eða 71 atkvæði á móti 42 atkvæðum Kristínar Njálsdóttur.

Stjórn Gusts er nú að mestu skipuð nýju fólki. Aðeins Hermann og Böðvar Guðmundsson eru úr gömlu stjórninni. Nýtt fólk í aðalstjórn eru Bryndís Valbjarnardóttir, Garðar Gíslason og Þorsteinn Ragnarssson, sem var kostinn til eins árs. Varamenn eru Einar Þorgeirsson og Kristín Jónasardóttir.

Hermann segir að fyrsti stjórnarfundi verði haldinn í næstu viku og þá verði starfið kortlagt. „Ég er mjög ánægður með hve vel aðalfundurinn var sóttur og hve stemmningin var góð. Mér sýnist að það verði auðveldara að manna nefndir nú en oft áður. Í stjórninni er fólk sem þekkist vel og ég á von á að sá hópur verði samhentur. Ég vil svona í byrjun hvetja alla Gustsfélaga til að taka virkan þátt í félagsstarfinu og þá sem þegar hafa fest sér lóð í nýju hverfi Gusts á Kjóavöllum að halda ótrauðir áfram að byggja,“ segir Hermann.

Á myndinni er ný stjórn Gusts. Efri röð f.v.: Einar Þorgeirsson, Garðar Gíslason og Þorsteinn Ragnarsson. Neðri röð f.v. Böðvar Guðmundsson, Bryndís Valbjarnardóttir, Kristín Jónasardóttir og Hermann Vilmundarson, formaður. Ljósm.: HGG