Góður haustfundur hjá Loga

28.11.2011
Feðgarnir að störfum. Gunnar og Eyvindur Hrannar.
10. nóvember s.l. var haustfundur Loga haldinn. 10. nóvember s.l. var haustfundur Loga haldinn.

Auk hefðbundinna fundarstarfa voru ræktunnarverðlaun Loga veitt, en þau eru veitt þeim félagsmanni sem á hæst dæmda kynbótahrossið ár hvert. Það var Guðný Höskuldsdóttir í Kjarnholtum sem hlaut verðlaunin að þessu sinni fyrir stóðhestinn Nestor frá Kjarnholtum 1. Hann er undan  Gæju frá Kjarnhlotum 1 og Kjarna frá Þjóðólfshaga 1 og hlaut í aðaleinkunn 8,30.

Það er venja á haustfundum að fá gestafyrirlesara til að fræða okkur Logafélaga um allt hvað eina er við kemur hestamennskunni. Að þessu sinni var það Sigurður Torfi, járningarmeistari, sem var gestur fundarins. Það er skemmst frá því að segja að Sigurður hélt afar fróðlegan og skemmtilegan fyrirlestur um hófa, hófhirðu og járningar. Fyrirlesturinn var fagmannlega og vel framsettur, alltaf gaman þegar fagmenn leggja sig alla fram, jafnvel þó um sé að ræða heimsókn í  smærri félög.

Á fundinum barst æskulýðsnefnd Loga, vegleg peningagjöf. Hrossaræktarfélag Biskupstungna gaf 30.000 kr til æskulýðsstarfa.  Tilefnið var að skömmu áður hélt Hrossaræktarfélagið folaldasýningu. Dómarar þar voru þeir feðgar Gunnar Arnarson og Eyvindur Hrannar, Grænhólsbændur og  gáfu þeir vinnu sína til æskulýðsstarfa. Þar sem ekki er formlegt æskulýðsstarf hjá Hrossaræktarfélaginu ákvað stjórn félagsins að peningarnir færu til æskulýðsstarfs Loga. Stjórn Loga þakkar þeim feðgum og Hrossaræktarfélagi Biskupstungna, kærlega fyrir veglega gjöf. Grænhólsfjölskyldan hefur oftar en ekki sýnt hestamannafélögum hér um slóðir mikla velvild. Kærar þakkir fyrir það.

Að lokum er rétt að geta þess að á fundinum var svo hljóðandi tillaga stjórnar sammþykkt:
Stjórn Loga leggur fram eftirfarandi tillögu á haustfundi 10. nóv 2011:
Vilji menn öðlast keppnisrétt hjá hestamannfélaginu Loga, verður knapi og hesteigandi að vera skráður í félagið fyrir lok janúar á keppnisári.

Fh. Stjórnar Loga, Guðrún S. Magnúsdóttir.