Græðum upp sandinn með Ella

25.10.2008
Erling Sigurðsson var nokkuð áberandi á Landsþingi LH. Hann hafði skoðanir á ýmsum málum, en húmorinn var í lagi og stutt í grínið. Lýsingar hans á aðstöðu knapa og keppnishrossa á LM2008 vöktu hlátur og urðu efni í vísur. Kveðskapur á LH þingum hefur þó minnkað verulega frá því sem áður var.Erling Sigurðsson var nokkuð áberandi á Landsþingi LH. Hann hafði skoðanir á ýmsum málum, en húmorinn var í lagi og stutt í grínið. Lýsingar hans á aðstöðu knapa og keppnishrossa á LM2008 vöktu hlátur og urðu efni í vísur. Kveðskapur á LH þingum hefur þó minnkað verulega frá því sem áður var.Erling Sigurðsson var nokkuð áberandi á Landsþingi LH. Hann hafði skoðanir á ýmsum málum, en húmorinn var í lagi og stutt í grínið. Lýsingar hans á aðstöðu knapa og keppnishrossa á LM2008 vöktu hlátur og urðu efni í vísur. Kveðskapur á LH þingum hefur þó minnkað verulega frá því sem áður var.

Sagði Erling meðal annars frá því að svar hans við tregðu og hreinlæti í salernismálum á LM08 hefði verið að fá sér skóflu, fara afsíðis, grafa holu og gera þarfir sínar í hana. Það hefði reyndar komið sér vel í þessari eyðimörk, sem hann kallaði bithagana. Sér hefði verið tjáð að upp úr holunni væri þegar vaxin efnileg og falleg trjáplanta.

Kári Arnósson lét tækifærið ekki úr greipum sér ganga og fleygði fram kviðlingi:

Ýmsir eru að spá í hver sé vandinn
Hann er að græða upp með Ella
allan sandinn.

Í lok þingsins kom fram önnur vísa eftir ónefndan höfund:

Við kamarhúsið kraðak er
knappa stund má nýta
Elli karlinn unir sér
aleinn úti að skíta.

Á myndinni er Erling, sem er lengst til vinstri, að stjórna kór hetjutenóra á milli atriða, sem var liður í að létta þinghaldið.