Greinakorn frá formanni FT

20.04.2015

 

Eitt og annað sem upp kemur í hugann eftir rúmt ár í formennsku FT.

     Gagnvart félaginu stendur hátt tímamótasamningur sem var gerður milli FT og Vís. Tamningamenn ekki lengur í hæsta áhættuflokki, nú metnir eins og aðrir fagmenn, slysatryggingar fyrir tamningamenn og þeirra starsmenn 40-50 % lægri en áður. 
Á þessu ári hef ég fengið fjölmörg bréf af ýmsu tagi, langar mig að segja frá einu þeirra hér. Erlend kona kaupir 1verðlauna hross, hátt dæmt í kynbótadómi, jafnar, háar einkunnir á allar 5 gangtegundir, fær einnig sent video þar sem hrossinu er riðið fram og til baka á beinum vegi. Hún ættlar hrossið fyrir dóttur sína, mjög góðan knapa, til að þjálfa og keppa í 5g í íþróttakeppni, frábær sölumaður sannfærir hana um kaupin. Þegar farið er að þjálfa kemur í ljós mikil neikvæð spenna, stress, stífni og hrossið í raun hættulegt.  Sem betur fer eru flestir heiðarlegir, en þetta gerist engu að síður. Kaupendur eru ekki lengur spenntir fyrir 1v gripum, heldur spyrja, hvað hefur hrossið skorað í íþróttakeppni? Eða hvers vegna er ekki búið að keppa á hrossinu, er eitthvað að? Þetta höfum við skapað sjálf með ekki nægjanlega góðri frumtamningu, grunnþjálfun og svo auðvitað formi hæfileikadómsins. En það liggur að sjálfsögðu hjá okkur sjálfum að endurskoða og laga, t.d. ef búið er að marka lengd brautar, afhverju fær þá hross 9 f vilja sem fer langt út f brautarenda í stjórnleysi? ??

       Síðasta vetur komu erlendir gestir á reiðhallasýningu á íslandi og voru í sjokki á eftir og eitt spurningarmerki. Þeir skyldu ekki reiðmennskuna, flestir á útopnu, út úr formi, stífuðu sig af í beygjum, á móti ábendingum og hasarmúsík í botni. Hvílíkur fjöldi hrossa keyrð í gegn á sýningunni, knöpum uppálagt að vera ekki lengur en 2-3 mínútur með atriðið, ríða bara nógu hratt því það vilji áhorfendur sjá.  Svo hef verið ég verið erlendis undanfarin haust og séð reiðhallasýningar á stórum hestum þar sem fer saman falleg músík, ró, yfirvegun, mýkt, þjálni, kraftur og jákvæð orka undir stjórn. Maður situr eftir með opin munninn og gæsahúð, varla búin að jafna sig af hrifningu þegar næsta atriði kemur inn, frábær reiðmennska, fjölbreytni og samspil. En af hverju skyldum við vera í þessum hraða og æsing?..........Jú dagarnir eru styttri á veturna, erum í tímaþröng, og okkur er kannski kalt, eða hvað?  

      Við í stjórn vildum leggja okkar að mörkum og benda á og verðlauna sérstaklega fallegar, léttleikandi sýningar með FT fjöðrinni. Vorum við stórhuga og fannst rétt að kynna dómurum hvað þyrfti til og leggja í þeirra hendur að velja fjaðurhafana. Tel ég að sú hvatning ásamt nýjum leiðara ´þróttakeppninnar, breyttum áherslum í gæðingakeppni og kynbótadómum þar sem taktur og mýkt er metinn ufram hraða, mun okkur fara hratt fram. Fjaðurveitingin er í þróun og stjórn ákvað að fagmenn á vegum félagsins munu sjá um að fylgjast með mótum og veita fjöðrina á þessu ári. Hafa þeir fylgst gaumgæfulega með mótum sem búin eru á árinu.

      Í meistaradeild hefur orðið hröð þróun í reiðmennsku, margir góðir knapar og gæðingafimin orðin ein mest spennandi greinin á örfáum árum,  beinar útsendingar og faglegar lýsingar hjálpa til.  Sorglegt að ekki skuli vera keppt oftar í gæðingafimi, þurfum að koma henni inn sem grein til stiga á stærri mótum, og hvetja mótaraðir hestamannafélaga um land allt að bæta þessari grein við.  Gaman hefur verið að fylgjast með þjálfun og reiðmennsku  í skeiðgreinum, þar er mikil framför. 

   Landsmótið sl. sumar tel ég að hafi verið það besta reiðmennskulega og dómgæslulega séð hingað til. Mýkt og taktur verðlaunaður, tætingur hverfandi. Og veðrið maður, sól í hverjum dropa:)  Held að tungubogamálið hafi aukið vitund knapa og bætt þar af leiðandi reiðmennskuna.   

      Verð eiginlega að skjalla okkur íslendinga smá, á ferðum mínum í Andalúsiu hef ég sýnt reiðkennurum video af frábærum íslenskum hestum, þeir segja bara Vá...... þið með þennan frábæra hest, ef þið bætið reiðmennskuna, gætuð þið orðið bestu hestamenn í heimi:) 

         Landsmótsdeila, LHþing sorglegt allt saman, aðalega á hve lágt plan hestamenn geta farið og verið óvægnir í garð hvors annars. Mín persónulega skoðun varðandi Landsmót er sú að einfaldast, ódýrast og eðlilegast sé að hafa það í Reykjavík, þar sem allt er til alls. Getum við ekki öll saman verið stolt af höfuðborg okkar íslendinga, aðstöðunni, úrvalinu og afþreyjingunni sem við höfum upp á að bjóða? Nei... við höfum nefnilega ekki öll sömu sýn né sömu skoðun, og það er ALLT Í LAGI, við getum samt öll verið góðar manneskjur og verið kurteis við hvort annað:) Og að sjálfsögðu mun ég mæta heim að Hólum og njóta samvista við hesta og hestafólk.

      Að lokum, einhverjir eru á móti FT , bitrir út í félagið eða jafnvel hættir, leinlegt að einhverjum líði þannig, við tökum fagnandi á móti gömlum félögum sem vilja stoltir fylgja okkur:)  Við erum að gera okkar besta í sjálfboðastarfi, verðum að líta á fortíðina sem reynslu til að læra af og gera betur. Þeir sem setja út á allt, níða niður persónur og verk þeirra, eru í raun að opinbera viðhorf sín, líðan og karakter.  Sorglegt þegar maður hefur val, að velja að tala illa um náungan, einblína og gera mikið úr því sem miður fer.

    Ég hef óbilandi trú á að við hestamenn með opnum huga eigum eftir að bæta reiðmennsku okkar, og viðhorf til hvors annars. Til þess þurfum við stöðugt að endurmennta okkur, breiða út þekkingu, gefa af okkur og auka fagmennsku. Fagmaður er með fallegt sjálfstraust, gefur af sér, en telur sig ekki yfir aðra hafin. Öll erum við jafn mikilvæg, hvar sem við erum stödd í hestamennskunni og lífinu.

 Munum að hrósa, deila reynslu, styrk og væntingum. Hvetjum hvort annað til dáða og samgleðjumst:)

kv. Súsanna