Gríðarleg skráning á Meistaramót Andvara

02.09.2009
Meistaramót Andvara fer fram á Kjóavöllum dagana 4.-6.sept. Gríðarleg skráning er á mótið. Um 100 hestar eru skráðir í B-flokk og tæplega 70 hestar í A-flokk. Tölt 1.flokkur eru um 40 hestar skráðir og í tölti 2.flokki eru um 30 hestar skráðir. Meistaramót Andvara fer fram á Kjóavöllum dagana 4.-6.sept. Gríðarleg skráning er á mótið. Um 100 hestar eru skráðir í B-flokk og tæplega 70 hestar í A-flokk. Tölt 1.flokkur eru um 40 hestar skráðir og í tölti 2.flokki eru um 30 hestar skráðir. Í skeiðgreinarnar samanlagt eru um 100 hestar skráðir til leiks, þar af eru 40 hestar skráðir í 150m skeið. Fyrirkomulagið í 150m og 250m skeiði verður þannig að á laugardegi verða farnir 2 sprettir. 9 bestu tímarnir sem nást á laugardegi fá að fara aðra 2 spretti á sunnudegi. Til sigurs gildir besti tíminn sem næst, hvort sem hann næst á laugardegi eða sunnudegi.

Margir af fremstu hestum landsins eru skráðir til leiks, t.d. Stakkur frá Halldórsstöðum, Kjarnorka frá Kálfhóli, Gustur frá Lækjarbakka, Losti frá Strandarhjáleigu, Gola frá Þjórsárbakka, Freyðir frá Hafsteinsstöðum, Óttar frá Hvítárholti, Akkur frá Brautarholti, Segull frá Mið-fossum og svo mætti lengi telja.
Það stefnir í sannkallaða veislu fyrir hestamenn nú um helgina á Kjóavöllum. Vonumst til að sjá sem flesta og minnum á bjórkvöldið á laugardagskvöldinu þar sem Steinn Ármann mun skemmta og halda uppboð á síðasta sætinu inn í úrslit í A- og B-flokki.

Hér fyrir neðan má sjá dagskrá mótsins en ráslistar munu birtast strax í fyrramálið.

Dagskrá mótsins:

Föstudagur 4. september               
               
14:00        B-flokkur Áhugamannaflokkur       
                 B-flokkur Opinn flokkur       
                 Kaffihlé       
                 B-flokkur Opinn flokkur       
21:30       100m fljúgandi skeið - úrtaka       

Laugardagur 5. september               

08:00        A-flokkur Áhugamannaflokkur       
                 A-flokkur Opinn flokkur       
13:00        Matarhlé       
14:00        Tölt Áhugamannaflokkur       
                 Tölt Opinn flokkur       
16:30        150m skeið – 2 sprettir       
                 250m skeið – 2 sprettir       
18:30        Matarhlé       
19:30        B-úrslit Tölt áhugamannaflokkur    
                 B-úrslit Tölt Opinn flokkur       
                 B-úrslit B-flokkur Opinn flokkur       
                 B-úrslit A-flokkur Opinn flokkur       
22:00        100m fljúgandi ljósaskeið       
23:30        Bjórkvöld í félagsheimili Andvara - Steinn Ármann stýrir uppboði á síðustu sætum í úrslitum A- og    B-flokks.   

Sunnudagur 6. september       

11:00        150m skeið – 9 bestu tímarnir, 2 sprettir        
                  250m skeið – 9 bestu tímarnir, 2 sprettir
12:00        A-úrslit B-flokkur Áhugamannaflokkur
                 A-úrslit A-flokkur Áhugamannaflokkur
                 A-úrslit Tölt áhugamannaflokkur
                 A-úrslit Tölt Opinn flokkur
                 Forstjórakeppni
                 A-úrslit B-flokkur Opinn flokkur
                 A-úrslit A-flokkur Opinn flokkur