Gullmótið 15.-19.júní

09.05.2011
Gullmótið 2011 verður haldið þann 15.-19. júní nk. í samvinnu við hestamannafélagið Sörla, Sörlastöðum í Hafnarfirði. Á mótinu verður úrtaka fyrir heimsmeistaramótið í hestaíþróttum og er ætlað þeim allra sterkustu. Gullmótið 2011 verður haldið þann 15.-19. júní nk. í samvinnu við hestamannafélagið Sörla, Sörlastöðum í Hafnarfirði. Á mótinu verður úrtaka fyrir heimsmeistaramótið í hestaíþróttum og er ætlað þeim allra sterkustu.

Gullmótið verður nú haldið í annað sinn og úrtakan fyrir heimsmeistaramótið verður nú sett inn í dagskrána til að gera úrtöku fyrir HM meira spennandi fyrir knapa og áhorfendur.
Gullmótið er ætlað þeim allra sterkustu. Það er skylda að knapi og hestur eigi eina af 25 hæstu einkunnunum fyrir keppnistímabilið 2010-2011. Markmið mótsins er að sýna þá allra bestu knapa og hesta sem völ er á rétt fyrir landsmót. Sigurvegarar frá því í fyrra fá að mæta aukalega í sínar greinar til að reyna að verja titilinn sinn.
Fyrri úrtakan, miðvikudaginn 15. júní, verður aðeins fyrir HM úrtökuhesta en venjuleg dagskrá Gullmótsins hefst þann 17. júní kl. 09:00 með knapafundi. Keppt verður í sömu greinum og er í úrtökunni fyrir HM. Skráning verður auglýst þegar nær dregur. Kostnaður fyrir úrtökuhesta er 10.000 kr. á hverja grein en 5.000 kr. á hverja grein í Gullmótið. Úrtökuhestar fara beint inn í Gullmótið og eiga að keppa þar til loka móts. Aldursgreining keppenda verður þessi: Börn og unglingar verða saman, ungmennaflokkur og opinn flokkur.
Járningamannafélag Íslands mun sjá um fótaskoðun fyrir HM  úrtökuhesta en farið verður eftir FIPO reglum um leyfilegan fótabúnað. Búist er við spennandi keppni og eru allir hestaáhugamenn hjartanlega velkomnir á Gullmótið 2011.