Hæfileikamótun LH

18.11.2019

Með nýju fyrirkomulagi í afreksmálum LH hefur verið ákveðið að setja af stað verkefni fyrir unga og metnaðarfulla knapa, það kallast Hæfileikamótun LH. Verkefnið verður á ársgrundvelli og er fyrsta skref og undirbúningur fyrir U-21 árs landslið. Ný afreksstefna LH verður birt á heimasíðu sambandsins á næstunni.

Hæfileikamótun LH fer af stað 2020, þar munu koma saman til æfinga ungir og hæfileikaríkir knapar víðsvegar af landinu. Verkefnið samanstendur af 6 hópum sem verða staðsettir í hverjum landshluta fyrir sig. Fjöldi knapa í hóp er 8. Gjaldgengir í hópinn eru unglingar á aldrinum 14-17 ára (unglingaflokkur). Frábært tækifæri fyrir unga knapa til að undirbúa sig með markvissri kennslu til að takast á við verkefni bæði hérlendis og á erlendum vettvangi t.d. Norðurlandamóti. Sýnum karakter verkefnið verður haft til hliðsjónar við störf hópanna. Nálgast má lýsingu á verkefninu á þessari slóð:  https://www.synumkarakter.is/

Markmið Hæfileikamótunar LH er að:

  • Fjölga þeim ungu knöpum sem fylgst er með á landsvísu
  • Undirbúa unga knapa fyrir hefðbundin landsliðsverkefni
  • Að byggja upp til framtíðar knapa í fremstu röð 
  • Kynna stefnu LH í afreksmálum fyrir félögum og vinna í samvinnu með þeim
  • Stuðla að uppbyggilegu afreksstarfi víðsvegar um landið.

Viðburðir

  • Janúar – helgarnámskeið (laugard/sunnud-einstaklingskennsla með hesti 45min)
  • Mars – helgarnámskeið (laugard/sunnud-einstaklingskennsla með hesti 45min) 
  • Apríl/maí – helgarnámskeið (laugard/sunnud-einstaklingskennsla með hesti 45min)
  • Maí – vinna vetrarins yfirfærð á keppnisvöll
  • Sept – allir hóparnir saman án hests – sýnikennslur, hópefli og fræðsla

Þjálfarar og staðsetningar

Hópur 1 Höfuðborg

Þjálfari Hanna Rún Ingibergsdóttir

25-26.janúar Sprettur

21-22.mars Hörður

2-3.maí Sörli

Maí ótímasett

Hópur 2 Höfuðborg

Þjálfari Gústaf Ásgeir Hinriksson

11-12.janúar Fákur

29. feb-1.mars Máni

25-26.apríl Sprettur

Maí ótímasett

Hópur 3 Vesturland

Þjálfari Fanney Dögg Indriðadóttir

25-26.janúar Borgfirðingur

14-15.mars Borgfirðingur

25-26.apríl Borgfirðingur

Maí ótímasett

Hópur 4 Austurland

Þjálfari Ásdís Helga Sigursteinsdóttir

18-19.janúar Freyfaxi

28-29mars Freyfaxi

18-19.apríl Freyfaxi

Maí ótímasett

Hópur 5 Norðurland

Þjálfari Barbara Wenzl 

18-19.janúar Léttir

7-8.mars Skagfirðingur

2-3.maí Skagfirðingur

Maí ótímasett

Hópur 6 Suðurland

Þjálfari Sigvaldi Lárus Guðmundsson

25-26.janúar Geysir

7-8.mars Geysir

2-3.maí Geysir

Maí ótímasett

Kostnaður knapa er 100.000kr fyrir árið. Við bendum á möguleika knapa til að leita fjárhagslegs stuðnings til síns félags, sveitarfélags, fyrirtækja og einstaklinga.

Hægt er að sækja um hér 

Í umsókn er hægt að senda tilvísun á myndband af knapa sem er á Worldfeng frá Landsmótum eða link af youtube. 

Annars skal senda myndaband af knapa sýna gangtegundirnar (frjálst er að sýna fimiæfingar). Myndbönd skulu send á netfangið vilfridur@lhhestar.is 

Umsóknarfrestur er til miðnættis þriðjudaginn 3. desember 2019.  Hópar verða tilkynntir um miðjan desember. 

Verkefnastjóri er Vilfríður F. Sæþórsdóttir.  Upplýsingar er hægt að nálgast í gegnum netfangið vilfridur@lhhestar.is.