Hægt að skoða hverja þúfu

03.10.2008
Þeir sem hyggja á hestaferðir um Suðvesturland geta nú skoðað og prentað út afar nákvæmt kort með öllum helstu reiðleiðum á svæðinu. Með því að klikka á hnappinn “Reiðvegamál” hér til vinstri finnur þú slóð sem vísar á svokallaða kortasjá, sem hýst er á vefnum loftmyndir.is.Þeir sem hyggja á hestaferðir um Suðvesturland geta nú skoðað og prentað út afar nákvæmt kort með öllum helstu reiðleiðum á svæðinu. Með því að klikka á hnappinn “Reiðvegamál” hér til vinstri finnur þú slóð sem vísar á svokallaða kortasjá, sem hýst er á vefnum loftmyndir.is.Þeir sem hyggja á hestaferðir um Suðvesturland geta nú skoðað og prentað út afar nákvæmt kort með öllum helstu reiðleiðum á svæðinu. Með því að klikka á hnappinn “Reiðvegamál” hér til vinstri finnur þú slóð sem vísar á svokallaða kortasjá, sem hýst er á vefnum loftmyndir.is.

NÁKVÆM SKRÁNING REIÐLEIÐA

Á Landsþingi LH 2006 í Borgarnesi var tekin sú ákvörðun að ráða starfsmann til að skrá helstu reiðleiðir landsins með það að markmiði að koma þeim á aðgengilegt stafrænt form. Í verkið var ráðinn þaulvanur ferðamaður, Sæmundur Eiríksson, hestamaður í Herði í Mosfellsbæ. Sæmundur hefur að mestu lokið við að skrá reiðleiðir á svokölluðu Suðvestursvæði, og er það komið inn á kortasjána. Hér um afar nákvæma skráningu að ræða sem kemur til með nýtast fleiri aðilum en hestamönnu, svo sem vegagerðinni og sveitarfélögum. Eftir er að bæta inn á kortasjána frekari leiðalýsingum, hæðalínukorti og mökuleika á að taka leiðirnar beint inn á GPS tæki eða tölvu. Kortin á kortasjánni eru í mjög hárri upplausn. Hægt er að stækka kortin verulega á skjánum og skoða svo til hverja þúfu á viðkomandi svæði.

Halldór Halldórsson, formaður reiðveganefndar LH, segir að það muni kosta um það bil 25 til 30 milljónir króna að ljúka verkinu og raunhæft sé að ætla að það taki fjögur til fimm ár ef þeir peningar fáist.
„Við fengum fé úr pokasjóði og hjá vegagerðinni til að hefja verkið, sem er komið vel áleiðis. Við munum í framhaldi fara þess á leit við ríkisvaldið að það sem upp á vantar komi frá samgönguráðuneytinu samhliða úthlutun á reiðvegafé. Það er til tíu ára gömul áætlun í samgönguráðuneytinu sem í meginatriðum er samhljóma þessu verkefni okkar. Í stefnumótun ráðuneytisins um ferðaþjónustu, sem hefur það að markmiði að tryggja reiðleiðir og uppbyggingu áningahólfa, er gert ráð fyrir samvinnu við LH. Við munum fara í það fljótlega að minna ráðherra á þessa áætlun,“ segir Halldór.