Halldór Guðjónsson slær í gegn á Ístölti

05.04.2009
Halldór Guðjónsson hampar gullinu. Bjarnleifur Bjarnleifsson og Bergþóra Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri Líflands, standa hjá.
Halldór Guðjónsson, tamningamaður og yfirþjálfari í Dal, sló heldur betur í gegn á Ístölti – Þeir allra sterkustu 2009. Hann sigraði töltkeppnina með yfirburðum á Nátthrafni frá Dallandi, og hann tamdi einnig og þjálfaði hestinn sem hafnaði í öðru sæti, Höfða frá Snjallsteinshöfða. Glæsileg frammistaða. Knapi á Höfða var Jóhann Skúlason, en hann keypti hestinn nýverið af Halldóri. Í þriðja sæti varð Hulda Gústafsdóttir á stóðhestinum Hnokka frá Fellskoti. Halldór Guðjónsson, tamningamaður og yfirþjálfari í Dal, sló heldur betur í gegn á Ístölti – Þeir allra sterkustu 2009. Hann sigraði töltkeppnina með yfirburðum á Nátthrafni frá Dallandi, og hann tamdi einnig og þjálfaði hestinn sem hafnaði í öðru sæti, Höfða frá Snjallsteinshöfða. Glæsileg frammistaða. Knapi á Höfða var Jóhann Skúlason, en hann keypti hestinn nýverið af Halldóri. Í þriðja sæti varð Hulda Gústafsdóttir á stóðhestinum Hnokka frá Fellskoti.

Ístölt – Þeir allra sterkustu 2009 er sannanlega eitt besta ísmót sem haldið hefur verið frá því þau hófu göngu sína innan dyra. Breiddin í hestakosti var mikil og mótið gekk vel fyrir sig. Tók ekki lengri tíma en góð bíómynd. Enda sýndi enginn áhorfandi á sér fararsnið fyrr en góð stund var liðin frá því að A úrslitum lauk.

Sem dæmi um styrkleika mótsins má nefna að Jón Páll Sveinsson á Losta frá Strandarhjáleigu var í  5 til 7 sæti eftir forkeppnina ásamt Lenu Zielinski og Erlu Guðnýju Gylfadóttur. Hann hafnaði síðan í fimmta sæti í B úrslitum. Jón Páll og Losti voru í toppbaráttunni á síðasta keppnistímabili og voru síst verri nú en í fyrra. Betri ef eitthvað er. Í raun hefðu allir keppendur í B úrslitum getað plummað sig í A úrslitum. Svo jafnir voru þeir. Þetta var spurning um stundarform og heppni.

Sérstök stóðhestasýning heppnaðis vel og setti svip á mótið. Þrír hestar áttu stjörnu sýningu: Álfur frá Selfossi, Fróði frá Staðartungu og Ómur frá Kvistum. Hinir voru prýðilegir. Eigendur og knapar stóðhestanna eiga þakkir skyldar fyrir þátttökuna. Sýningar á glæsilegum stóðhestum hafa alltaf sitt aðdráttarafl.

Þulir á mótinu voru Sigurður Sæmundsson og Sólveig Ásgeirsdóttir. Sigurður fór á kostum að vanda og ennþá hefur ekki fundist hans jafningi í að skapa góða stemmningu á hestamótum. Það var landsliðsnefnd LH sem stóð fyrir mótinu ásamt Birgi Skaptasyni verslunarmanni og hrossabónda. Framkvæmdastjóri mótsins var Bjarnleifur Bjarnleifsson og sýningarstjóri Sigurður Ævarsson. Allur ágóði af mótinu rennur til styrktar landsliði Íslands í hestaíþróttum.

A Úrslit:
1    Halldór Guðjónsson Nátthrafn frá Dallandi    9,11
2    Jóhann R Skúlason Höfði frá Snjallsteinshöfða    8,72
3    Hulda Gústafsdóttir Hnokki frá Felskoti    8,33
4    Þorvaldur Árni Árnason Moli frá Vindási    8,00
5    Lena Zielinski    7,89
6    Erla Guðný Gylfadóttir    5,44

B Úrslit:
1    Lena Zielinski Eining frá Lækjarbakka    7,94
2    Erla Guðný Gylfadóttir Erpir frá Miðfossum    7,94
3    Bylgja Gauksdóttir Piparsveinn frá Reykjavík    7,78
4    Árni Björn Pálsson Ösp frá Enni    7,56
5    Jón Páll Sveinsson Losti frá Strandarhjáleigu    7,44
6    Elvar Þormarsson Þrenna frá Strandarhjáleigu    7,33

Röð eftir forkeppni:
1    Halldór Guðjónsson    Nátthrafn frá Dallandi    8,27
2    Jóhann R Skúlason    Höfði frá Snjallsteinshöfða    8,00
3    Hulda Gústafsdóttir    Hnokki frá Felskoti    7,87
4    Þorvaldur Árni Árnason    Moli frá Vindási     7,77
5    Jón Páll Sveinsson    Losti frá Strandarhjáleigu    7,63
6    Erla Guðný Gylfadóttir    Erpir frá Miðfossum    7,63
7    Lena Zielinski    Eining frá Lækjarbakka    7,63
8    Elvar Þormarsson    Þrenna frá Strandarhjáleigu    7,60
9    Árni Björn Pálsson    Ösp frá Enni    7,50
9    Bylgja Gauksdóttir    Piparsveinn frá Reykjavík    7,50
11    Valdimar Bergstað    Leiknir frá Vakurstöðum    7,37
12    Ólafur Ásgeirsson    Jódís frá Ferjubakka 3    7,27
13    Eyjólfur Þorsteinsson    Ósk frá Þingnesi    7,20
13    Sigurbjörn Bárðarson    Jarl frá Miðfossum    7,20
15    Tryggvi Björnsson    Kall frá Dalvík    7,07
16    Jakob Sigurðsson    Gerpla frá Steinnesi    7,07
17    Sigurður Ragnarsson    Sveindís frá Kjarnholtum I    7,03
18    Sigurður V. Matthíasson    Nasi frá Kvistum    6,93
19    Ævar Örn Guðjónsson    Yrpa frá Skálakoti    6,93
20    Sveinn Ragnarsson    Eydís frá Fróni    6,80
21    Sigursteinn Sumarliðason    Vignir frá Selfossi    6,77
22    Viðar Ingólfsson    Líf frá Miðfossum    6,73
23    Artemisia Bertus    Flugar frá Litla Garði    6,73
24    Haukur Baldvinsson    Eitill frá Leysingjastöðum    6,53
25    Sigurður Sigurðarson    Freyðir frá Hafsteinsstöðum    4,97