Hátíð íslenska hestsins

27.03.2012
Dagana 29.mars – 1.apríl fer hátíðin Hestadagar í Reykjavík fram. Hátíðin verður sett í verslun Líflands að Lynghálsi fimmtudaginn 29.mars klukkan 18:00 – 20:00.  Dagana 29.mars – 1.apríl fer hátíðin Hestadagar í Reykjavík fram. Hátíðin verður sett í verslun Líflands að Lynghálsi fimmtudaginn 29.mars klukkan 18:00 – 20:00. 

Haraldur Þórarinsson formaður Landssambands hestamannafélaga setur hátíðina, sýnt verður það nýjasta í reiðfatnaði með glæsilegri tískusýningu sem Halldór Gylfason leikari og hestamaður með meiru mun stjórna. Boðið verður upp á léttar veitingar og hver veit nema leynigestur/hestur muni láta sjá sig, allir velkomnir.
Hestadagar í Reykjavík eru nú haldnir í annað sinn og framundan er glæsileg dagskrá þar sem allir ættu að finna eitthvað áhugavert. 

Dagskrá Hestadaga í Reykjavík má nálgast á heimasíðu hátíðarinnar www.icelandichorsefestival.is