Hátíðleg setning sýningunnar "Jór! Hestar í íslenskri myndlist"

10.05.2011
Unglingar og ungmenni á vegum Landssambands hestamannafélaga komu ríðandi að Kjarvalsstöðum við opnunarhátíð sýningarinnar „Jór! Hestar í íslenskri myndlist“. Unglingar og ungmenni á vegum Landssambands hestamannafélaga komu ríðandi að Kjarvalsstöðum við opnunarhátíð sýningarinnar „Jór! Hestar í íslenskri myndlist“.

Þau stilltu sér tignarlega upp við austurhlið safnsins á meðan hátíðin var sett og gestir röltu inn í safnið.

Landssamband hestamannafélaga hvetur alla hestamenn að kynna sér sýninguna sem fer fram á Kjarvalsstöðum dagana 7.maí til 21.ágúst 2011. Á sýningunni verða sýnd u.þ.b. 48 málverk og 10 skúlptúrar sem fjalla með ýmsum hætti um það hvernig íslenskir listamenn hafa túlkað tengsl manns og hests í rúma öld, eða frá 1900 til 2010.