Hátt dæmdir hestar í stóðhestaveltunni

14.04.2022
Sindri frá Hjarðartúni

Stóðhestavelta landsliðsins er á sínum stað í tengslum við Allra sterkustu sem haldið verður í TM-reiðhöllinni í Víðidal á síðasta vetrardag, miðvikudagskvöldið 20. apríl nk.  Um 100 folatollar verða í pottinum sem stóðhestaeigendur hafa gefið til styrktar landsliðinu. LH þakkar stuðninginn.

Miðsala í stóðhestaveltunni hefst þriðjudaginn 19. apríl í netverslun á vef LH og er miðaverð 50.000 kr. Einn tollur er á hverjum seldum miða.

Miðasala á Allra sterkustu er í netverslun LH.

Við kynnum næstu 10 stóðhesta til leiks:

Álfaskeggur frá Kjarnholtum 8,20
Álfaskeggur frá Kjarnholtum hefur hlotið í kynbótadómi 8,53 fyrir hæfileika, þar af 9 fyrir vilja og geðslag og fet og 8,5 fyrir tölt, brokk, stökk og fegurð í reið. Myndband af Álfaskeggi

Frosti frá Hjarðartúni 8,21
Frosti er ungur og efnilegur stóðhestur, hann hefur hlotið fyrir sköpulag 8,31, þar af 9 fyrir prúðleika, og 8,15 fyrir hæfileika, þar af 8,5 fyrir skeið, greitt stökk, hægt stökk, samstarfsvilja, fegurð í reið og hægt tölt.

Korgur frá Garði 8,51
Korgur frá Garði hefur hlotið í kynbótadómi m.a. 9,0 fyrir tölt, brokk, vilja og geðslag og fegurð í reið og hefur átt góðu gengi að fagna í A-flokki. Myndband af Korgi

Ljósálfur frá Syðri-Gegnishólum 8, 41
Ljósálfur hefur hlotið í kynbótadómi 8,59 fyrir sköpulag, þar af 9,5 fyrir fótagerð, og 8,31 fyrir hæfileika, þar af 6x9; fyrir tölt, brokk, greitt stökk, samstarfsvilja, fegurð í reið og hægt tölt. Myndband af Ljósálfi

Sindri frá Hjarðartúni 8,58
Sindri frá Hjarðartúni hlaut 8.75 fyrir hæfileika fimm vetra gamall, þar af 9 fyrir tölt, hægt tölt, skeið, samstarfsvilja, og fegurð í reið. Myndband af Sindra

Skugga-Sveinn frá Þjóðólfshaga 8,54
Skugga-Sveinn frá Þjóðólfshaga er með jafnan og góðan kynbótadóm, 8,51 fyrir sköpulag og 8,55 fyrir byggingu, þar af 9 fyrir tölt, brokk, fegurð í reið, háls/herðar/bóga og hófa. Myndband af Skugga-Sveini

Skyggnir frá Skipaskaga 8,37
Skyggnir frá Skipaskaga er ungur og upprennandi kynbótahestur. Hann hefur hlotið m.a. 9 fyrir samstarfsvilja, háls/herðar/bóga, samræmi, fótagerð og hófa og 8,5 fyrir tölt, skeið, stökk og fegurð í reið. Myndband af Skyggni

Tangó frá Litla-Garði 8,45
Tangó frá Litla-Garði er efnilegur kynbóta- og keppnishestur. Hann hefur hlotið í kynbótadómi 8,55 fyrir hæfileika, þar af 10,0 fyrir skeið og 9 fyrir samstarfsvilja. Myndband af Tangó

Þinur frá Enni 8,34
Þinur frá Enni er ungur og upprennandi keppnis- og kynbótahestur, hann hefur hlotið í kynbótadómi 9,5 fyrir stökk, 9,0 fyrir tölt, brokk, vilja og geðslag, fegurð í reið, fótagerð, hófa og prúðleika. 

Þór frá Stóra-Hofi 8,84
Þór frá Stóra-Hofi hefur hlotið 8,85 í hæfileikadómi, þar af 9,5 fyrir tölt, 9,0 fyrir brokk, stökk, samstarfsvilja, fegurð í reið og hægt tölt. Myndband af Þór