Hefur þú áhuga á að mennta þig sem þjálfari LH og ÍSÍ?

20.01.2020

Vorfjarnám 1. og 2. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst mánudaginn 3. feb. nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. stigi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni. Sjá nánar um Þjálfaramenntun ÍSÍ.

Hjá LH eru það Knapamerkin og Bs-nám Háskólans á Hólum í reiðmennsku og reiðkennslu sem liggja til grunnvallar. Sjá nánar kröfur ÍSÍ í  Fræðslubæklingi ÍSÍ um Þjálfaramenntun.

Slóð á skráningu á bæði stig í vorfjarnámi þjálfaramenntunar ÍSÍ 2020

Allar nánari uppl. um fjarnámið og þjálfaramenntun ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson í síma 460- 1467 & 863-1399 eða á vidar@isi.is

Dæmi: 
Þjálfarastig 1: 
Ef þú ert með knapamerki 3 geturðu tekið námskeið ÍSÍ fyrir 1. stigs þjálfara og öðlast þau réttindi
Þjálfarastig 2:
Til að hefja nám á 2. þjálfarastigi þarftu að hafa: 

  • lokið Knapamerki 4
  • sex mánaða starfsreynslu að loknu þjálfarastigi 1
  • skyndihjálparskírteini í gildi

Sjá nánar þjálfaramenntunarkerfi LH og ÍSÍ: