Heiðursfólk og afburða- knapar í Fáki

02.12.2008
Á uppskeruhátíð Fáks um helgina voru afreksknapar og afrekssjálfboðaliðar heiðraðir. Að venju bauð Fákur öllum þeim sem hafa starfað fyrir félagið til hátíðarinnar. Sigvaldi kokkur galdraði fram dýrindis mat og Eyjólfur veislustjóri sá um að halda mönnum við efnið. Á uppskeruhátíð Fáks um helgina voru afreksknapar og afrekssjálfboðaliðar heiðraðir. Að venju bauð Fákur öllum þeim sem hafa starfað fyrir félagið til hátíðarinnar. Sigvaldi kokkur galdraði fram dýrindis mat og Eyjólfur veislustjóri sá um að halda mönnum við efnið. Á uppskeruhátíð Fáks um helgina voru afreksknapar og afrekssjálfboðaliðar heiðraðir. Að venju bauð Fákur öllum þeim sem hafa starfað fyrir félagið til hátíðarinnar. Sigvaldi kokkur galdraði fram dýrindis mat og Eyjólfur veislustjóri sá um að halda mönnum við efnið.

Brokkkórinn kom öllum í jólaskap með englasöng og Flosi Ólafsson fór á kostum eins og við mátti búast af þeim strigakjafti. Síðan voru „súper“ sjálfboðaliðar heiðraðir sem og afrekssknapar Fáks. Hinir taktföstu og fasmiklu piltar í hljómsveitinni Síðasti sjens með Jens Einarsson í broddi fylkingar sáu um danstónlistina og dunaði dansinn fram eftir nóttu.

Þeir sem voru heiðraðir:

Íþróttanefnd Fáks hélt fjölmennasta íþróttamót ársins þar sem 627 skráningar voru á Reykjavíkurmótinu. Í Íþróttanefnd eru:

Björn Þór Björnsson

Davíð Matthíasson

Drífa Daníelsdóttir

Leifur Arason

Maríanna Gunnarsdóttir

Rúnar Bragason

Sæmundur Ólafsson

Þormóður Skorri Steingrímsson

Einnig fengu starfsmenn dómhús sem og þulir knús, koss, blómvönd og lófaklapp fyrir að starfa á öllum fjórum stóru mótunum sem Fákur hélt á árinu. Þetta voru alls 18 keppnisdagar sem fóru í þessi fjögur stóru mót á árinu enda voru sumir að hugsa um að koma bara með svefnpokann sinn og prímus því það tæki því ekki að fara heim til að sofa.

Anna Sigurðardóttir

Erla Jóhannsdóttir

Guðrún Edda Bragadóttir

Þulir:

Auður Möller

Sóley Möller

Sólveig Ásgeirsdóttir

Framtak ársins

Elísabet Reynhardsdóttir var heiðruð fyrir framtak ársins en hún grjóthreinsaði reiðstíga í Víðidalnum með hrífu að vopni þegar henni blöskraði seinagangur Reykjavíkurborgar við að grjóthreinsa reiðstíga í nágrenni Víðidalsins. Dugnaðarforkur sem lætur verkin tala.

Félagsmálatröll Fáks 2008

Þá var einnig „félagsmálatröll“ Fáks heiðrað fyrir fórnfúst starf í þágu félagsins. Kom það fáum á óvart að Maríanna Gunnarsdóttir skyldi verða þessa heiðurs aðnjótandi í ár. Maríanna hefur starfað mikið fyrir Fák á síðustu áratugum þó hún sé ung að árum, bæði í stjórn félagsins, í stjórn LH og er algjör sérfræðingur þegar kemur að mótahaldi. Takk Maríanna fyrir allar þær vinnustundir sem þú hefur lagt af mörkunum til að efla félagslíf í Fáki.

Hæsta dæmda kynbótahrossið ræktað og í eigu félagsmans.

Gaumur frá Auðsholtshjáleigu, ræktaður og í eigu Gunnars Arnarsonar

Gaumur er undan Orra frá Þúfu og Hildu frá Garðabæ.

Gaumur er sjö vetra og stóð efstur á landsmótinu í flokki stóðhesta 7 vetra og eldri og fékk hann 8,69 í aðaleinkunn, sköpulag. 8,13 og hvorki minna en 9,05 fyrir hæfileika.

Afreksknapar

Margir Fáksknapar áttu farsælt keppnisár og voru félaginu til sóma. Á uppskeruhátíðinni voru Íslandsmeistarar, landsmótssigurvegarar, efnilegasti knapi Fáks og afreksknapar Fáks heiðraðir.

Íslandsmeistarar:

Sigurður V Matthíasson: Íslandsmeistari í fimmgangi og gæðingaskeiði í meistaraflokki

Teitur Árnason: Íslandsmeistari í 150 m skeiði og einnig fimmfaldur Íslandsmeistari í unglingaflokki

Valdimar Bergstað: Íslandsmeistari í fimmgangur ungmenna, slakataumatölti ungmenna,  gæðingaskeiði ungmenna og samanlagður sigurvegari í fimmgangsgreinum í ungmennaflokki

Þórdís Erla Gunnarsdóttir: Íslandsmeistari í slakataumatölti í 1 flokki.

Landsmótssigurvegarar:

Árni Björn Pálsson í A-flokki gæðinga

Sigurbjörn Bárðarson í 250 m skeiði

Viðar Ingólfsson í tölti

Efnilegasti knapi Fáks 2008

Teitur Árnason náði eintökum árangri á keppnisvellinum á árinu. Einnig er ástundun hans og framkoma til mikillar fyrirmyndar og á Teitur eflaust eftir að láta mikið að sér kveða í framtíðinni.

Helsti árangur Teits í keppnum í ár en listinn er helmingi lengri ef ætti að telja upp allan hans keppnisárangur í ár.

SEXFALDUR ÍSLANDSMEISTARI 2008:

  • Íslandsmeistari í fjórgangi unglinga, einkunn 7,07
  • Íslandsmeistari í fimmgangi unglinga, einkunn 6,93
  • Íslandsmeistari í gæðingaskeiði unglinga, einkunn 7,75
  • Íslandsmeistari í 100m skeiði ungmenna, 7,61 sek
  • Íslandsmeistari í 150m skeiði fullorðinna, 14,44 sek
  • Íslandsmeistari í samanlögðu unglinga
  • 3. sæti á Íslandsmóti í tölti unglinga, einkunn 6,90

*FJÓRFALDUR REYKJAVÍKURMEISTARI 2008:

*TVENN SILFURVERÐLAUN Á NORÐURLANDAMEISTARAMÓTI 2008:

*SAMANLAGÐUR SIGURVEGARI  SKEIÐLEIKA SKEIÐFÉLAGSINS 2008

*GÆÐINGAMÓT FÁKS OG ÚRTAKA FYRIR LANDSMÓT 2008:

  • 1. sæti unglingaflokkur, einkunn 8,59
  • 1. sæti 150m skeið, tími 15,22 sek
  • 5. sæti  A flokkur gæðinga opinn, einkunn 8,56

*LANDSMÓT 2008:

  • 4. sæti  unglingaflokkur, einkunn 8,61
  • 3. sæti 150m skeiði, tími 15,08 sek

Afrekssknapar Fáks:

Hulda Gústafsdóttir

            *Þriðja sæti í fimmgangi í meistaraflokki á Íslandsmóti

            *Fjórða sæti í gæðingaskeiði í meistarflokki á Reykjavíkurmóti

            *Áttunda sæti í A-flokki gæðinga á gæðingamóti Fáks

            * Fjórða sæti í 100 m skeiði á gæðingamóti Fáks

            * Sjötta sæti í fjórgangi á Norðurlandamóti

Sigurbjörn Bárðarson

*Sigurvegari í A-flokki gæðinga á gæðingamóti Fáks

*Sigurvegari í 250 m skeið á gæðingamóti Fáks

*Reykjavíkurmeistari í fjórgangi í meistaraflokki

*Reykjavíkurmeistari í gæðingaskeiði í meistaraflokki

*Reykjavíkurmeistari í 250 m skeiði

Sigurður V Matthíasson

            *Íslandsmeistari í fimmgangi í meistaraflokki

            *Íslandsmeistari í gæðingaskeiði í meistaraflokki

            *Reykajvíkurmeistari í fimmgangi meistaraflokki

            *Reykjavíkurmeistari í slaktaumatölti 1 flokki

*Annað sæti í fimmgangi 1 flokki á Reykjavíkurmóti

                       

Valdimar Bergstað

Íslandsmeistari í:

*Fimmgangur ungmenna

*Slaktaumatölti  ungmenna

*Gæðingaskeiði ungmenna

*Samanlagður sigurvegari í fimmgangsgreinum í ungmennaflokki

*Annað sæti í fimmgangi ungmenna á Norðurlandamóti

Viðar Ingólfsson

            *Sigurvegari í tölti á landsmótinu

*Sigurvegari í 100 m skeið á Gæðingamóti Fáks

*Reykjavíkurmeistari í 100 m skeiði

            *Reykjavíkurmeistari í tölti

 * Annað sæti í tölti í meistaraflokki á Íslandsmóti

             

Þórdís Erla Gunnarsdóttir

            *Íslandsmeistari í slaktaumatölti

            *Reykjavíkurmeistari í tölti í 1. flokki

 *Þriðja  sæti í tölti 1. flokki á Reykjavíkurmóti

            *Annað sæti í tölti 1. flokki á gæðingamóti Fáks

*Sjöunda sæti í B-flokki á Gæðingamóti Fáks

Knapi Fáks 2008

Árni Björn Pálsson

*Landsmótssigurvegari í A-flokki gæðinga

*Sigurvegari í B-flokki gæðinga á gæðingamóti Fáks

*Reykjavíkurmeistari í fimmgangi 1. flokki

*Annað sæti í A-flokki gæðinga á gæðingamóti Fáks

            *Annað sæti í tölti í 1. flokki á Íslandsmóti

            *Sjöunda sæti í B-flokki gæðinga á landsmóti

Hestamannafélagið Fákur vill enn og aftur þakka öllu því góða fólki sem kemur að félagsstarfi í Fáki og óskar knöpum til hamingju með glæsilegan árangur á árinu.

Kveðja frá Fáki