Heilbrigðisskoðun á Landsmótum

07.10.2008
Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma, mun verða með framsögu og svara fyrirspurnum á fundi LH um LM2008 sem haldinn verður í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal fimmtudaginn 9. október klukkan fimm síðdegis. Sigríður mun fjalla um heilbrigðisskoðun sýningahrossa á Landsmótum, en dýralæknar hafa séð um það eftirlit síðastliðin þrjú mót. Hún segir að eftirlitið hafi skilað árangri.Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma, mun verða með framsögu og svara fyrirspurnum á fundi LH um LM2008 sem haldinn verður í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal fimmtudaginn 9. október klukkan fimm síðdegis. Sigríður mun fjalla um heilbrigðisskoðun sýningahrossa á Landsmótum, en dýralæknar hafa séð um það eftirlit síðastliðin þrjú mót. Hún segir að eftirlitið hafi skilað árangri.Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma, mun verða með framsögu og svara fyrirspurnum á fundi LH um LM2008 sem haldinn verður í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal fimmtudaginn 9. október klukkan fimm síðdegis. Sigríður mun fjalla um heilbrigðisskoðun sýningahrossa á Landsmótum, en dýralæknar hafa séð um það eftirlit síðastliðin þrjú mót. Hún segir að eftirlitið hafi skilað árangri.

„Þetta eftirlit hefur skilað árangri. Fyrst og fremst sjáum við mun á fótum hrossanna. Það var mun minna um ásigna og þreytta fætur þegar leið á keppnina nú en á Landsmótunum 2004 og 2006,“ segir Sigríður. Aftur á móti erum við í svipaðri stöðu hvað varðar sár í munni, sem eru vissulega vonbrigði. Ennfremur leiða niðurstöður á áverkum í ljós að það er greinanlegur munur á milli gæðingakeppninnar annars vegar og kynbótahrossanna hins vegar. Það mun ég fara nánar út í á fundinum. Eitt atriði í viðbót, sem ég tel að heyri undir velferð hrossa, er staðsetning hátalara og hljóðstyrkur. Það duldist engum að það buldi mikill hávaði úr hljóðkerfinu á sýninghrossunum og það er eitthvað sem verður að endurskoða fyrir næsta Landsmót.“