Heimsmeistaramót íslenska hestsins 2011

06.04.2011
Einar Öder hampar liðsbikarnum frá HM2009.
Austurríki og íslenski hesturinn í allri sinni dýrð! Heimsmeistaramót íslenska hestsins verður haldið í St.Radegund/Austurríki dagana 1.-7. ágúst 2011. Austurríki og íslenski hesturinn í allri sinni dýrð! Heimsmeistaramót íslenska hestsins verður haldið í St.Radegund/Austurríki dagana 1.-7. ágúst 2011.

Úrval/Útsýn býður nú ferð fyrir áhugasama hestamenn á mótið daganna 4.-8. ágúst. Flogið verður til Salzburgar í beinu leiguflugi. Mótið verður haldið á gullfallegum stað í St.Radegund þar sem stutt er í alla þjónustu. Hægt verður að njóta þess að horfa á keppnina við toppaðstæður. Að sögn hestamanna sem skoðað hafa svæðið er öll aðstaða til fyrirmyndar. Í ágústmánuði skartar náttúran sínu fegursta og Austurríki er í miklum blóma. Til að hvíla sig á milli keppnisdaga verður boðið uppá úrvals 4 stjörnu hótelgistingu í Salzburg. Eftir morgunverð er akstur á mótsvæðið og til baka síðdegis. Þetta er þægileg og áhyggjulaus ferð á spennandi HM mót á stórgóðu verði.

Verðdæmi: Gisting í tvíbýli frá 149.000

Innifalið: Flug,skattar,akstur til og frá flugvelli,gisting með morgunverði, íslensk fararstjórn, 3x akstur til og frá mótsstað.

*Skoðunarferðir um nágrenni Salzburgar auglýstar síðar.
**Ferðin er háð því að lágmarks þátttaka náist.